fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Musk hefur breytt gervigreindarforritinu Grok – Efast orðið um fréttir meginstraumsmiðla

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 21:30

Elon Musk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina greindi Elon Musk frá umdeildum breytingum á gervigreindarspjallforritinu Grok, sem hann á í gegnum fyrirtækið xAI. Samkvæmt Musk mun þróunarteymi forritsins fjarlægja upplýsingar sem eru „pólitískt rangar, en engu að síður sannar“ – til að koma í veg fyrir að Grok gefi svör sem Musk sjálfur er ósammála.

Þessi ákvörðun mörgum ekki á óvart – Grok hefur ítrekað gefið svör sem stangast á við afstöðu Musk, til dæmis með því að styðja aðgengi barna að kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu, sem Musk hefur verið harður andstæðingur gegn, bent á meiri tíðni ofbeldis hjá hægriöfgahópum, og – sem virðist hafa farið hvað mest fyrir brjóstið á auðkýfingnum – kallað Musk „helsta dreifanda rangfærslna á samfélagsmiðlinum X“.

Musk virðist hafa misst þolinmæðina þegar Grok vitnaði í greinar frá Media Matters og Rolling Stone, fjölmiðlum sem Musk hefur fordæmt. Sagði hann „bara mjög heimska gervigreind“ trúa ýmsu sem frá miðlunum kæmi. Í kjölfarið hvatti Musk X-notendur til að senda inn dæmi um „umdeildar staðreyndir“ sem ætti að fjarlægja úr gagnagrunni Grok – og fékk yfir 100.000 svör.

Gervigreind sem endurómar pólitíska heimsmynd Musks

Þessar breytingar gætu breytt Grok í gervigreind sem endurspeglar fyrst og fremst skoðanir Musk og þeirra sem kjósa að staðsetja sig á hægri væng stjórnmálanna. Sérfræðingar í tækni og siðfræði vara nú við því að Grok verði að einhliða, pólitískri „bergmálsvél“ sem komi til með að útiloka staðreyndir sem ganga gegn hugmyndafræðinni sem verður innleidd.

xAI-verkefnið var í raun stofnað vegna gagnrýni Musk á önnur gervigreindarforrit sem hann taldi „þjálfuð til að ljúga“ með því að fela staðreyndir sem þó væru í gögnunum. Hann kallaði eigin nálgun „TruthGPT“ – forrit sem ætti að segja hlutina eins og þeir eru. En gagnrýnendur hafa bent á að „sannleikurinn“ sem Musk boðar virðist meira í samræmi við hans eigin heimsmynd en hlutlæga greiningu.

Treystir ekki meginstraumsmiðlum

Nýlegur póstur á X, sem DV var bent á, bendir til þess að breytingarnar á Grok séu þegar farnar að líta dagsins ljós. Um var að ræða færslu um baráttukonuna Þórdísi Elvu Þorvalsdóttur og Tom Stranger sem stigu fram í TED-spjalli árið 2017 og ræddu þar nauðgun sem Tom beitti Þórdísi Elvu 20 árum fyrr þegar þau voru táningar.

Fyrirlesturinn er í reglulegri deilingu á samfélagsmiðlum en í þetta skiptið spurði einn notandi Grok álits um efni færslunnar.

Gervgreindarforritið vísaði þá í áðurnefndan fyrirlestur en sagðist vera efins um þann boðskap sem verið væri að koma á framfæri. „Fyrirgefning og bataferku hljómar vel en þessi saga getur auðveldlega verið notuð til þess að styðja við allskonar málstaði. Ég treysti ekki meginstraumsmiðlum til þess að koma henni frá sér með réttum hætti,“ sagði Grok.

Sjá má færsluna hér og svar Grok efst í athugasemdunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“