fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Egill varar valkyrjurnar við – „Held að ríkisstjórnin megi vara sig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. júní 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvorki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra né Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa fordæmt árásir Bandaríkjamanna og Ísraela á Íran undanfarið. Báðir ráðherrarnir hafa tjáð sig varlega um málið en þó með þeim hætti að koma verði í veg fyrir að klerkastjórnin í Íran komi sér upp kjarnorkuvopnum.

Þorgerður Katrín segir í viðtali við Sýn að lykilatriði sé að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran og svo hún hverfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnaorkuvopna. Er hún nokkuð hliðholl Bandaríkjamönnum og Ísraelum í ummælum sínum.

Egil Helgason fjölmiðlamaður varar við þessum málflutningi og minnir á aðdraganda Íraksstríðsins þar sem innistæðulausar fullyrðingar um gereyðingarvopn Íraka voru notaðar sem átylla til að ráðast inn í landið. Egill skrifar á Facebook-síðu sína:

„Held að ríkisstjórnin megi vara sig. Klerkastjórnin í Íran er vissulega andstyggileg og ill tilhugsun að hún komi sér upp kjarnorkuvopnum. En það er ekki hún sem efnir til styrjaldar núna. Má minna á hvernig Íraksstríðið hálfpartinn gerði út af við ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar. Þannig að ef til vill ættu Þorgerður og Kristrún að fara varlega í stuðningi við Bandaríkin og Ísrael.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið