fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Rósa ósátt: Óboðleg hegðun mótmælenda í gær – „Eigum við bara að láta slíkt viðgangast?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 11:55

Rósa Guðbjartsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið, veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum er óboðlegt.“

Þetta sagði Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, í umræðu undir dagskrárliðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Vísaði Rósa þarna í hóp fólks sem kom saman á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, með fána Palestínu.

Í frétt Morgunblaðsins um málið í gær sagði að hópurinn hafi samanstaðið af 10-20 einstaklingum. Í fréttinni sagði síðan:

„Þegar æðsta stjórn rík­is­ins gekk að Alþing­is­hús­inu að lokn­um hátíðar­höld­um fór mót­mæl­enda­hóp­ur­inn að hrópa „þjóðarmorð“ og „frjáls Palestína“. Þegar ráðamenn voru komn­ir inn í þing­húsið hóf einn mót­mæl­andi að flytja ræðu.”

Í ræðu sinni á Alþingi í morgun sagði Rósa að hingað til hafi Íslendingar sammælst um að leggja stjórnmál og deilur til hliðar og hampa þess í stað því sem sameinar okkur, gildin okkar, menninguna, upprunann, hefðirnar og sérstöðuna.

„Og það undir merkjum íslenska þjóðfánans sem við erum svo stolt af og umgöngumst af mikilli virðingu. Að hópar fólks skuli koma saman á þessum degi og það við hátíðarhöld við Alþingishúsið, veifandi fána annars lands og hrópa ókvæðisorð að ráðamönnum og öðrum viðstöddum er óboðlegt,” sagði Rósa í ræðu sinni og hélt áfram:

„Í gær urðum við vitni að því að þjóðhátíðardeginum okkar var sýnd mikil vanvirðing hér við Austurvöll og um leið þjóðfána okkar Íslendinga. Eigum við bara að láta slíkt viðgangast? Það eru næg tækifæri á Íslandi fyrir einstaklinga og hópa að koma pólitískum sjónarmiðum á framfæri alla aðra daga. Hvorki er staður né stund fyrir það á þjóðhátíðardaginn okkar,“ sagði Rósa sem endaði ræðuna á þessum orðum:

„Getum við ekki verið sammála um að íslenska þjóðin fái að fagna lýðveldisafmælinu og hampa þjóðfána sínum í friði? Þetta var dapurleg tilraun til að niðurlægja íslensku þjóðina og hrein vanvirðing við þjóðfánann. Komum í veg fyrir svona atburði á þjóðhátíðardaginn okkar í framtíðinni og berum öll virðingu fyrir þessum mikilvæga hátíðisdegi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar

Segir Stefán Einar vera að flytja inn niðurbrot sómakenndar
Fréttir
Í gær

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“

Karl Ágúst blandar sér í eldheita umræðuna – „918 KRÓNUR FYRIR HVERJA BLAÐSÍÐU? ER ÞAÐ EKKI ALLTOF MIKIÐ?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar

Hópi Norðlendinga ógnað með kindabyssu – Snerist snarlega til varnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ömurleg upplifun í Helgafellslandi – Þjófar létu greipar sópa hjá fólki sem var að flytja inn

Ömurleg upplifun í Helgafellslandi – Þjófar létu greipar sópa hjá fólki sem var að flytja inn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfulli fundur varnarmálaráðherra er hafinn – Enga feita hershöfðingja, ekkert skegg og ekkert sítt hár

Dularfulli fundur varnarmálaráðherra er hafinn – Enga feita hershöfðingja, ekkert skegg og ekkert sítt hár