fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Íranir sagðir hafa 48 tíma til að bjarga sér – Annars mæta Bandaríkin til leiks

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður skoða það alvarlega að taka beinan þátt í því stríði sem ríkir á milli Írans og Ísraels með því að gera árás á Íran.

Trump fundaði í gær með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í Hvíta húsinu og herma heimildir ABC að niðurstaðan þar hafi verið á þá leið að næstu 24 til 48 klukkutímarnir geti ráðið úrslitum um hvort diplómatísk lausn sé möguleg. Ef ekki gæti Bandaríkjaforseti ákveðið að ráðast á Íran.

Fyrir fundinn í gær kallaði Trump eftir uppgjöf Írans og sagði að Bandaríkin vissu nákvæmlega hvar Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, væri og þeir gætu hæglega tekið hann úr umferð – eða drepið hann.

Í frétt ABC kemur fram að þrátt fyrir orðræðu sem gefur til kynna hernaðarhótanir telji bandarískir samningamenn að Íran sé í veikri stöðu og gæti neyðst til að setjast að samningaborðinu og samþykkja samkomulag sem myndi fela í sér að landið hverfi alveg frá kjarnorkuáætlun sinni.

Átök Írans og Ísraels halda áfram en íranska stjórnin er sögð hafa gefið merki um vilja til að hefja aftur viðræður við Bandaríkin. Bættu heimildarmenn við að ríkisstjórn Trumps hefði krafist skýrari skuldbindinga áður en hún hættir að velta mögulegum hernaðaraðgerðum fyrir sér.

Sé Íran reiðubúið að koma að samningaborðinu telja heimildarmenn að jafnvel strax í þessari viku verði unnt að koma á fundi þar sem samkomulag næst vonandi. En til að það gerist muni Íran þurfa að bregðast hratt við enda fari þolinmæði Trumps forseta gagnvart ástandinu í Miðausturlöndum þverrandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“