fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Þessi 15 voru sæmd Fálkaorðunni í dag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júní 2025 15:29

Mynd: forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sæmdi 15 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2025. Þau eru:

1. Albert Eymundsson, fyrrverandi skólastjóri, fyrir framlag til mennta-, íþrótta- og ungmennafélagsstarfa í heimabyggð.
2. Andrea Þórunn Björnsdóttir, sjálfboðaliði í samfélagsþágu, fyrir framlag til góðgerðarmála og samfélags.
3. Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur, fyrir framlag til varðveislu, rannsóknar og miðlunar íslenskrar tónlistarsögu.
4. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og lýðheilsufræðingur, fyrir brautryðjandastarf á sviði lýðheilsu og velsældar á Íslandi.
5. Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og rauðsokka, fyrir störf í þágu jafnréttis og kvennabaráttu.
6. Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, fyrir störf í þágu sjálfbærni, jafnréttis- og mannúðarmála.
7. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur, fyrir forystustörf í öryggisvörnum vegna jarðelda.
8. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fyrir störf í þágu fjölmenningar og þolenda kynbundins ofbeldis.
9. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála, fyrir brautryðjanda- og forvarnarstörf í þágu velferðar barna.
10. Unnar Vilhjálmsson, frjálsíþróttaþjálfari og kennari, fyrir framlag til íþrótta- og félagsstarfa með börnum.
11. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona, leikstjóri og höfundur, fyrir framlag til leiklistar og samfélagsmála.
12. Vilborg Guðbjörg Guðnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, fyrir framlag til geðheilbrigðismála barna, unglinga og fjölskyldna.
13. Þorlákur Hilmar Morthens myndlistarmaður, fyrir sjálfboðastörf í þágu endurhæfingar fanga.
14. Þorsteinn Loftsson, prófessor emeritus í lyfjafræði, fyrir frumkvöðlastarf í lyfjavísindum og nýsköpun.
15. Þórður Þórkelsson barnalæknir, fyrir framlag til nýburalækninga og barnagjörgæslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig