fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Leyndardómurinn um grænu börnin frá Woolpit

Pressan
Þriðjudaginn 17. júní 2025 11:30

Skilti sem vísar í goðsögnina af grænu börnunum frá Woolpit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sumri til á tólftu öld átti undarlegur atburður sér stað í þorpinu Woolpit í Suffolk á Englandi. Á meðan á uppskerutímanum stóð birtust tvö börn skyndilega upp úr djúpum skurðum sem voru notaðir sem úlfagildrur. Húð barnanna, stráks og stelpu, var grænleit. Þau voru í undarlega litum fatnaði sem var búinn til úr óþekktum efnum. Þau ráfuðu um í nokkrar mínútur og virtust ráðvillt áður en þorpsbúar gáfu sig að þeim og tóku þau með heim í þorpið.

Enginn skildi tungumálið sem börnin töluðu og því var erfitt að eiga samskipti við þau. Þau voru flutt heim til landeigandans. Þau neituðu að borða brauð og annað sem var borið á borð fyrir þau og grétu. Svona gekk þetta dögum saman þar til þorpsbúar færðu þeim nýjar baunir sem voru enn á stilkunum. Sagan segir að börnin hafi lifað á baunum og stilkum þeirra mánuðum saman eða þar til þau höfðu sætt sig við að borða brauð.

Eftir því sem tíminn leið varð strákurinn, sem var yngri, þunglyndur, veiktist og dó á endanum. Stúlkan aðlagaðist hins vegar og var skírð. Húð hennar missti græna litinn með tímanum og hún varð heilbrigð ung kona sem lærði ensku og giftist manni í næstu sýslu.

Saga stúlkunnar

Þegar stúlkan var síðar spurð um fortíð sína hafði hún aðeins óljósar minningar um hvaðan þau hefðu komið og hvernig þau komu til Woolpit. Hún sagði þau hafa verið systkin sem hafi komið frá „landi Saint Martin“ þar sem var alltaf rökkur og allir væru grænir á litinn eins og þau höfðu verið. Hún var ekki viss um hvar landið var en sagði að annað „skínandi“ land sæist hinum megin við „töluverða á“ sem aðskildi löndin. Hún sagði að þau systkinin hefðu verið að gæta hjarðar föðursins á ökrunum og hafi elt dýrin inn í helli. Þar inni heyrðu þau bjölluhljóm sem þau heilluðust af og eltu lengi vel í myrkrinu þar til þau komu í hellismunna þar sem þau blinduðust af sól. Þau lögðust ringluð niður fyrir utan hellinn en hljóðin frá þorpsbúum hræddu þau og þau stóðu upp og reyndu að flýja en tókst ekki að finna hellismunnann áður en þorpsbúar náðu þeim.

Hvaðan komu þau?

Flestir telja að hér sé um þjóðsögu að ræða en málsins er getið í fornum heimildum. En tvær skýringar hafa verið nefndar til sögunnar sem þær líklegustu. Önnur gengur út á að þetta sé þjóðsaga þar sem fundum venjulegs fólks við „fólk frá ævintýraheimi“ er lýst. Ævintýraheimurinn er þá ójarðneskur og börnin eru geimverur. Hin skýringin er að þetta hafi gerst í raun og veru en ómögulegt sé að vita hvort hér sé um sögu að ræða sem er byggð á frásögn barna eða fullorðna.

Í grein í tímaritinu Analog 1996 setti stjörnufræðingurinn Duncan Lunan fram þá kenningu að börnin hafi fyrir mistök verið send til Woolpit frá heimaplánetu sinni þegar „efnissendir“ bilaði. Hann sagði að heimapláneta barnanna gæti verið á læstri braut um sól sína sem skýri þá frásögn stúlkunnar um eilíft rökkur á milli mjög heits yfirborðs og frosinnar dökkrar hliðar. Græna húðlit barnanna skýrir hann sem hliðarverkun af neyslu þeirra á erfðabreyttum plöntum.

Þá hafa einnig verið settar fram kenningar um að börnin hafi komið frá hliðstæðum heimi en sumar kenningar ganga út á að til sé fjöldi hliðstæðra alheima, hugsanlega óendanlega margir, þar sem er jafnvel að finna plánetur sem svipar til jarðarinnar okkar.

Einnig hafa verið settar fram sögulegar skýringar á borð við þá að börnin hafi verið af ættum flæmskra innflytjenda í austanverðu Englandi en þeir komu þangað á tólftu öld og voru ofsóttir eftir að Henry II varð konungur 1154. Því hefur verið varpað fram að börnin hafi hugsanlega komið frá Fornham St Martin en þar bjuggu flæmskir innflytjendur og að þau hafi flúið þaðan þegar til átaka kom. Þau hafi verið í flæmskum fatnaði, talað flæmsku og hafi því verið mjög undarleg í augum þorpsbúa. Þau eru einnig sögð geta hafa verið með grænu veikina sem var afleiðing næringarskorts. Græna veikin hefði síðan horfið um leið og börnin fengu betri næringu.

Kenningarnar eru margar og skemmtilegar en líklega má slá því föstu að við munum aldrei komast til botns í uppruna grænu barnanna frá Woolpit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig