fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Bergið Headspace hlýtur 1,5 milljón krónur frá Krónunni og viðskiptavinum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júní 2025 14:28

Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins tekur við söfnunarupphæðinni frá Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Mynd: Rúnar Kristmannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinir Krónunnar söfnuðu 750 þúsund krónum í söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace sem fór fram í verslunum Krónunnar dagana 28. og 29. maí. Þá bauðst viðskiptavinum Krónunnar að bæta 500 krónum eða meira við innkaup sín í lokaskrefi greiðslu á sjálfsafgreiðslukössum verslana um allt land. Krónan jafnaði framlag viðskiptavina og hlýtur Bergið því 1,5 milljón krónur sem renna óskertar í starf Bergsins sem miðar að því að veita ungmenn­um á aldr­in­um 12 til 25 ára fría ráðgjöf og aðstoð til að bæta líðan og auka virkni þeirra í sam­fé­lag­inu.

Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins er að vonum ánægð með árangurinn. „Við hjá Berginu erum afar þakklát þeim viðskiptavinum Krónunnar sem kusu að leggja okkur lið og sömuleiðis Krónunni fyrir að vekja athygli á starfseminni og jafna framlag viðskiptavina. Til Bergsins leita 120 ungmenni í hverri viku og mun fjárhæðin nýtast í áframhaldandi þjónustu við þann stóra hóp sem þarf á stuðningi og ráðgjöf að halda,“ segir Eva Rós.

Söfnunin var tilkomin vegna ísfötuáskorunar á TikTok sem var ætlað að minna á mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Í því samhengi bendir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar á að framtíðin liggi í unga fólkinu okkar og því sé mikilvægt að styðja við úrræði eins og Bergið sem veiti ungmennum aðstoð og ráðgjöf þegar á þarf að halda.

„Það skiptir sköpum að styðja við unga fólkið okkar. Það er augljóst að þörfin fyrir þjónustu Bergsins er mikil og raunveruleg og við í Krónunni erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum. Þessi söfnun sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman en margt smátt gerir sannarlega eitt stórt. Við þökkum viðskiptavinum okkar innilega fyrir þátttökuna en án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt,“ segir Guðrún.

Um Bergið Headspace

Bergið Headspace hef­ur frá ár­inu 2019 veitt ung­menn­um á aldr­in­um 12 til 25 ára ókeyp­is ráðgjöf án til­vís­un­ar. Um er að ræða svo­kallaða lágþrösk­uldaþjón­ustu þar sem stuðning­ur, ráðgjöf og fræðsla er veitt á for­send­um unga fólks­ins. Ráðgjöf­in nær til mál­efna eins og geðheilsu, náms, sjálfs­mynd­ar og fé­lags­legra tengsla. Í Berg­inu er lagt upp með að skapa nota­legt og ör­uggt umhverfi fyr­ir ungt fólk sem ósk­ar eft­ir aðstoð fag­fólks og not­enda með fjöl­breytta reynslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig