fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Jón Óttar kærði Ólaf á mánudag fyrir rangar sakargiftir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglufulltrúi hjá embætti sérstaks saksóknara, lagði fram kæru á hendur Ólafi Þór Haukssyni, héraðssaksóknara og þar áður sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir síðastliðinn mánudag.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kæran sem um ræðir á rætur að rekja til ársins 2012 og tengist vinnu hans fyrir þrotabú Milestone. Segir Morgunblaðið að í kærunni sé fullyrt að Ólafur Þór hafi lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund sem byggði á röngum forsendum og fölsuðum gögnum.

Jón Óttar er sagður leggja fram gögn máli sínu til stuðnings sem eiga að benda til þess að Ólafi hafi verið kunnugt um að kæran væri ekki á rökum reist. Þannig hafi vinna hans fyrir skiptastjóra Milestone verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins og Ólafi hafi verið kunnugt um það.

Þá er, samkvæmt frétt Morgunblaðsins, minnt á að refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi. Málið er rakið nánar í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna

Lögreglan leitar þessara fjögurra manna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur

Súlunesmálið: Bróðir Margrétar krefur hana um miskabætur
Fréttir
Í gær

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“

Kom íbúum í Hamraborg á óvart að sjá gröfur í garðinum – „Bæjarstjórinn er ekki að auka vinsældir sínar með þessu, alls ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg

Ýtti óvart á „senda“ – Varð til þess að háleynileg og rándýr áætlun reyndist nauðsynleg