fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Daníel Kári: „Þetta er ekki frábær staða“ – Opnun Starbucks frestast

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júní 2025 08:00

Daníel Kári Stefánsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnun tveggja kaffihúsa Starbucks í miðborg Reykjavíkur frestast fram í sumarlok en til stóð að opna kaffihúsin í maí. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag en ástæðan mun vera seinagangur til leyfisveitingar hjá Reykjavíkurborg.

Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um þetta síðustu daga, meðal annars rúmlega 200 daga bið bakarísins Hygge eftir rekstrarleyfi á Barónstíg. Fleiri rekstraraðilar eru í svipaðri stöðu, til dæmis rekstraraðilar Drunk Rabbit og Kastrup.

„Þetta er ekki frábær staða,“ segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Nefnir hann að sótt hafi verið um úttekt byggingarstjóra um miðjan maí en ekki fáist úttekt fyrr en 26. júní. „Þá get­ur heil­brigðis­eft­ir­litið aug­lýst. Við fáum því kannski rekstr­ar­leyfi í ág­úst,“ seg­ir hann.

Hann gerir ekki athugasemd við að fólki gefist tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum ef opna á kaffihús eða veitingastaði á stöðum þar sem slík starfsemi hefur ekki verið áður. „Okkar staður er á Hafnartorgi, inni í mathöll. Það er aðeins öðruvísi,“ segir hann við Morgunblaðið í dag þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Í gær

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“