fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Alvarlegt flugslys í Indlandi – Full vél á leið til London Gatwick brotlenti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júní 2025 10:25

Skjáskot úr myndbandi þar sem síðustu andartök vélarinnar sjást

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél frá indverska flugfélaginu Air India hlekktist á skömmu eftir flugtak og brotlenti í íbúðahverfi í borginni Ahmedabad í vesturhluta Indlands. Flugvélinni var heitið til Gatwick-flugvallar í London en alls voru 242 farþegar um borð. Samkvæmt BBC voru 169 indverskir ríkisborgar um borð, 53 Bretar, einn Kanadamaður og sjö portúgalskir ríkisborgarar.

Vélin, sem var af gerðinni Boeing 787-8 Dreamliner, er sögð hafa gefið frá sér stutt neyðarkall skömmu eftir flugtak, þegar vélin hafði náð í 625 feta vél. en síðan heyrðist ekki meira frá vélinni. Um er að ræða fyrsta flugslysið hjá vél af þessari tegund.

Ekki liggur fyrir um afdrif farþega og áhafna en miðað við myndskeið af samfélagsmiðlum verður að teljast ólíklegt að einhverjir hafi lifað slysið af. Þá brotlenti vélin á gistiheimili í borginni og óvíst er hvort einhverjir hafi slasast eða farist sem þar dvöldu.

Hér má sjá myndskeið frá Daily Mail af slysinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Margrét ráðin forstjóri Bláa lónsins

Sigríður Margrét ráðin forstjóri Bláa lónsins
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Í gær

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“