fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ríkisstjóri Kaliforníu var nálægt því að bresta í grát þegar hann ræddi stöðu mála í Los Angeles

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. júní 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, var nálægt því að bresta í grát þegar hann ræddi stöðu mála vegna óeirðanna í Los Angeles og víðar.

Aðgerðir Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) hafa kveikt fyrrnefnd mótmæli og brást Donald Trump Bandaríkjaforseti við með því að senda liðsmenn þjóðvarðliðsins til borgarinnar. Þá hefur borgarstjórinn Karen Bass tilkynnt að útgöngubann verði í gildi frá klukkan 20 á kvöldin til klukkan sex á morgnana til að lægja mótmælaöldurnar.

Los Angeles í gær. Mynd/Getty

„Sjáið, þetta snýst ekki bara um mótmælin hér í Los Angeles.  þegar Donald Trump sótti um heimild til að taka yfir stjórn þjóðvarðliðsins náði sú beiðni yfir hvert einasta ríki þessa lands,“ sagði Newsom í ávarpi og var honum augljóslega mikið niðri fyrir.

„Þetta snýst um okkur öll. Þetta snýst um þig. Kalifornía kann að vera fyrst, en það mun augljóslega ekki enda hér. Næstu ríki eru á dagskrá. Lýðræðið er næst. Lýðræðinu er ógnað beint fyrir augum okkar, augnablikið sem við höfum óttast er komið.“

Mótmælin í Los Angeles hófust vegna aðgerða innflytjendastofnunarinnar í borginni en hún hefur gert rassíur í borginni og handtekið ólöglega innflytjendur. Í frétt MSNBC kemur einnig fram að aðgerðasveitir ICE verði næst sendar til fjögurra borga þar sem Demókratar fara með völd: New York, Seattle, Chicago, Philadelphia og norðurhluta Virginíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin