fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Rússíbani skrattans – Hvorki þeir hugdjörfustu né fífldjörfustu þora í hann

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júní 2025 19:30

Þorir þú í þennan? Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr rússíbani í Bandaríkjunum er sagður vera svo skelfilegur að hvorki þeir hugdjörfustu né fífldjörfustu þori að stíga fæti inn í hann. Rússíbaninn aftengist brautinni.

Greint er frá þessu í breska blaðinu The Daily Mail.

Rússíbaninn er staðsettur í skemmtigarðinum Cedar´s Point í bænum Sandusky í Ohio fylki. Bærinn er þekktur sem rússíbanahöfuðborg heimsins enda eru þar hvorki fleiri né færri en 18 stórir rússíbanar.

Téður rússíbani hefur fengið heitið „Siren´s Curse“, sem myndi titlast sem bölvun sírenunnar á íslensku. Er honum lýst sem hæsta, lengsta og hraðasta rússíbana í gervallri Norður Ameríku. Er gestum „steypt ofan í hyldýpið“ þegar þeir flýja undan „ópum sírenunnar.“ Er það vísun í goðsagnaveru sem sögð er lifa í stöðuvatninu Erie, einu af vötnunum miklu í miðvesturríkjunum.

Á heimasíðunni er sagt að gestir fái að upplifa algjört þyngdarleysi í þrettán skipti í rússíbananum og tvisvar fari hann í 360 gráðu hring.

Verstu parturinn sé hins vegar þegar rússíbaninn klífi 50 metra hæð og það líti út fyrir að rússíbaninn endi í miðju lofti. En þá fellur hann fram og tengist lóðréttri braut fyrir neðan.

Myndbönd af rússíbananum hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og fólk er virkilega skelkað.

„Ég elska að fara í rússíbanana í Cedar´s Point en ég ætla ekki að fara í rússíbana sem er ekki tengdur alla leið,“ segir einn netverji á samfélagsmiðlinum TikTok.

„Þetta er mesta NEIBB sem ég get NEIBBAÐ,“ segir annar.

„Þetta minnir á kvikmyndina Final Destination. Hvað ef rússíbaninn heldur bara áfram fram af brúninni?,“ spyr einn hræddur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi