fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Hringdu í neyðarlínuna vegna þess að vinur þeirra væri dáinn – Svo reyndist ekki vera

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júní 2025 21:30

Cascade fjall er strembin gönguleið en það var allt í lagi með manninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir útivistarmenn í New York fylki í Bandaríkjunum hringdu í neyðarlínuna um síðustu helgi vegna þess að sá þriðji væri látinn á Cascade fjalli. Þegar að var gáð voru þeir í bullandi sveppavímu og félagi þeirra var sprelllifandi.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Neyðarlínan fékk símtal laugardaginn 24. maí um klukkan 9 um morguninn. Á línunni voru tveir göngugarpar á Cascade fjalli, í norðausturhluta New York fylkis. Þeir sögðu að viðbragðsaðilanum sem svaraði að þriðji félagi þeirra væri látinn.

Cascade fjall er 1249 metra hátt og tilheyrir Adinondack fjallgarðinum. Fjallgöngur þar eru nokkuð krefjandi en þó vinsælar. Fólk má þar búast við að mæta öðru göngufólki allan ársins hring.

Landvörður var sendur út til göngumannanna og þegar hann fann þá kom í ljós hvert vandamálið var. Það var ekki að einn þeirra væri látinn heldur að þeir væru í annarlegu ástandi vegna vímuefnanotkunar. Það er að þeir hefðu innbyrt ofskynjunarsveppi og væru andlega komnir í aðra vídd.

Hringt var í þriðja göngumanninn sem reyndist vera sprelllifandi og ekki einu sinni slasaður. Landvörðurinn fylgdi svo hinum vímuðu vinum hans niður af fjallinu þar sem lögreglubíll og sjúkrabíll beið þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði