fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Gríðarlegur troðningur og slagsmál á tónleikum FM95BLÖ í Laugardalshöll – „Ég er að deyja“ – Migið á gólfið

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 1. júní 2025 09:41

Hryllingur á gólfinu í Laugardalshöll. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír voru fluttir á spítala til aðhlynningar eftir illa heppnaða tónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll í gærkvöldi. Troðningur var slíkur að fólk óttaðist um líf sitt, sumir migu á gólfið og slagsmál brutust út.

„Ég titra enn þá og er ný hætt að gráta,“ segir ein kona eftir þessa miður skemmtilegu uppákomu í Nýju Laugardalshöllinni í gær sem bar heitið „Risapartý Timmy Trumpet of Fermingarafmæli FM95BLÖ.“ En þar stigu á stokk Auðunn Blöndal, Sveppi, Steindi Jr., Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún og fleiri.

Mikil umræða hefur farið fram á samfélagsmiðlum, svo sem í grúbbunni Beauty Tips á Facebook. Einnig hafa margir birt myndbönd af troðningnum á samfélagsmiðlinum TikTok.

„Alltof mikið af fólki, leið yfir vinkonu mína,“ segir ein. „Já þetta var viðbjóður,“ segir annar.

Meig á gólfið

Er skipulag tónleikanna harðlega gagnrýnt. Meðal annars þegar kom að klósettunum.

„Þau voru alls ekki með þetta reiknað út, ég þurfti að bíða í um 40 mínútur eftir klósettinu,“ segir ein. Virðist sem svo sem fólk hafi í örvæntingu sinni gengið örna sinna beint á gólfið. „Já, ég sá eina sem gafst upp á röðinni og tók niður um sig pilsið og pissaði í stiganum hliðina á röðinni og hélt síðan bara áfram með kvöldið, ógeðslegt,“ segir vitni af ófögnuði.

@stinaasa Hélt ég væri að láta lífið um tíma en lifði þetta af 🥴🫨 #fm95blö #tónleikar #íslenskt ♬ original sound – Stína

„Ég er að deyja“ má heyra einn segja í myndbandi sem hann birti af troðningnum mikla í Laugardalshöllinni.

Svipaða sögu segir fólkið á Beauty tips. „Þetta var hræðilegt, lenti í þessum troðningi, náði að klifra upp handfang á stiga til að komast út, það komst enginn neitt svo ég sá 10 manns liggjandi ofan á hvort öðru í litla stiganum,“ segir netverji þar.

Eins og áður segir enduðu þrír á bráðamóttöku til aðhlynningar vegna troðningsins. Sem betur fer allir með minniháttar áverka.

Draga tónleikahaldara til ábyrgðar

Einn netverji vill hins vegar að tónleikahaldarar verði dregnir til ábyrgðar fyrir þetta.

„Þið sem eruð með áverka (marbletti, sár o.sv.frv). Plís farið og látið gera áverkavottorð. Þið eigið allan tímann rétt á bótum fyrir þessa vanrækslu þeirra og græðgi. Ekki láta skítlega „sorry“- yfirlýsingu nægja,“ segir hann.

@heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli – Template POV/CORE – CORE MEONG 😺

Á myndböndum sést einnig að troðningurinn hefur hleypt illu blóði í suma. Brutust út slagsmál. Einnig bárust fréttir af því að einhverjir hefðu mætt vopnaðir á tónleikana.

„Vinur minn, mesta litla krútt í heimi var tekinn hálstaki og barinn af tvem/þrem gaurum inni í crowdinu af ástæðulausu, allur út í klórförum og með kúlu á andlitinu,“ segir einn.

„Festist í miðjunni, togið mig í sitthvorar áttir, týndi öllum,svo þegar ég var komin að stigunum gat ég ekkert annað gert en að stíga á greyið fólkið sem datt niður, hágrátandi aldrei öskrað jafn mikið í lífinu mínu,“ segir annar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun

Hryllingurinn við Skyggnisbraut fyrir dóm – Hamed ákærður fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“

Manndráp í Hlíðarhjalla árið 2005: „Átti að vera skemmtilegt kvöld í góðum vinahóp en endaði hræðilega“