fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Vilja stækka friðlandið í Gróttu mikið – Mun ná að golfklúbbi Seltjarnarness

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. maí 2025 16:30

Fuglalífið í Gróttu er fjölbreytt og mikilvægt. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttúruverndarstofnun hefur lagt til að friðlandið við Gróttu verði stækkað og friðlýsingin endurskoðuð í samræmi við reglur um náttúruvernd. Meginmarkmiðið er að vernda fuglasvæðið.

Stofnunin leggur fram tillöguna en hún var unnin af samstarfshópi þar sem einnig átu sæti fulltrúar frá Seltjarnarnesbæ, Minjastofnunar og sérfræðingur í málefnum fugla.

„Meginmarkmið með friðlýsingunni er meðal annars að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni, samanber 2. gr. laga nr. 60/2013, með því að vernda alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði á Seltjarnarnesi, vistgerðir þess og búsvæði fugla. Vernda skal lífríki í fjöru og á grunnsævi, einkum og sér í lagi með tilliti til fugla, sem og hafsbotninn,“ segir í tilkynningu með tillögunni og frestur gefinn til 7. júlí til að gera athugasemdir.

Eins og sjá má á korti er um umtalsverða stækkun friðlandsins að ræða, einkum í suðurátt. Það er að svæðið nái að ströndinni við Seltjörn og við svæði golfklúbbs Seltjarnarness.

Samkvæmt tillögunni verður öll umferð í eyjuna óheimili á tímabilinu 1. maí til 31. júlí en í dag er umferð óviðkomandi fólks bönnuð 1. maí til 15. júlí. Þá verður umferð vatnatækja, svo sem sjókatta, sjódreka og seglbretta óheimil á sama tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag
Fréttir
Í gær

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Í gær

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“