fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja – Sonur hans tekur við

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. maí 2025 11:31

Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur ritað bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi. Mun sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, taka við forstjórastarfinu.

Frá þessu er greint á heimasíðu Samherja þar sem bréf hans er birt í heild sinni. Þar segir hann meðal annars:

„Ég hef tekið ákvörðun um að láta af störfum sem forstjóri Samherja hf. eftir að hafa gegnt því starfi í 42 ár eða frá stofnun félagsins árið 1983. Starfslok verða í næsta mánuði. Stjórn Samherja hf. gekk í vikunni frá ráðningu Baldvins Þorsteinssonar í starf forstjóra. Eins og þið vitið er Baldvin einn af stærstu hluthöfum Samherja hf. og hefur verið stjórnarformaður félagsins frá 2023,” segir hann meðal annars.

Í bréfinu segir Þorsteinn Már enn fremur að hann hafi fyrir löngu ákveðið að hætta sem forstjóri á eigin forsendum áður en hann yrði „gamall og leiðinlegur” eins og hann orðar það.

„Eftir rúma fjóra áratugi í svona starfi er eðlilegt að líði að starfslokum. Allt hefur sinn tíma og sjálfum finnst mér þessi tímasetning heppileg,” segir hann.

„Þótt þessi ákvörðun mín marki kaflaskil er ég ekki alveg sestur í helgan stein enda sit ég í stjórnum félaga. Þar má nefna Samherja fiskeldi ehf. og Síldarvinnsluna hf. í Neskaupstað þar sem ég hef verið stjórnarformaður frá 2003.“

Bréf Þorsteins í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“