fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. maí 2025 15:30

Ekki voru allir sáttir við fagnaðarlætin, sérstaklega ekki fólk með ung börn. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að Stjarnan vann sinn fyrsta titil í körfuknattleik í gær. Sumir ákváðu að sýna ánægju sína með því að skjóta upp flugeldum í Garðabæ en ekki var öllum íbúum skemmt.

„Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“ segir ein kona í færslu í íbúagrúbbu í Garðabæ.

Taka fleiri undir þetta, meðal annars fólk með lítil börn sem vöknuðu.

„Nei og 4 ára sonur minn var heldur ekki hrifinn,“ segir ein móðir.

„Tillitssemin er engin hjá sumum bæjarbúum. Gaman að gleðjast yfir titli – en óþarfi að gera það kl. 3.30 og vekja fjölda fólks með flugeldum,“ segir önnur kona.

„Lög gilda ekki um alla, greinilega. Ótrúlegt tillitsleysi. Frábært hjá Stjörnunni að vinna, en alveg óþarfi að vekja heilt bæjarfélag klukkan fjögur um nótt. Þetta var eins og stríð væri hafið beint fyrir utan svefnherbergisgluggann,“ segir enn önnur. En samkvæmt reglugerð um skotelda má aðeins skjóta þeim upp á tímabilinu 28. desember til 6. janúar ár hvert.

Stjarnan vann Tindastól norður á Sauðárkróki í oddaleik og tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Það voru ekki aðeins næturuglurnar sem sáu um að sprengja flugelda. Þeir voru einnig sprengdir upp strax að leik loknum.

„Einhver titill í boltaleik réttlætir ekki svona tillitsleysi. Kveiktu á kerti, skálaðu með þínu fólki eða póstaðu á samfélagsmiðla í stað þessa ófagnaðar. Vertu fyrirmynd,“ segir einn hneykslaður íbúi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm