fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. maí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki stendur til að taka upp að nýju á vettvangi KFUM & K mál séra Friðriks Friðriksson, stofnanda hreyfingarinnar. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag þar sem vísað er í svar Tómasar Torfasonar, framkvæmdastjóra samtakanna.

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, lýsti því í Spursmálum á dögunum að hópur félagsmanna í KFUM hefði óskað eftir því að farið yrði ofan í saumana á ásökunum þess efnis að séra Friðrik hefði áreitt kynferðislega unga drengi og viðbrögðum félagsins í kjölfarið.

Áhrifamikill í samfélaginu

Séra Friðrik fæddist 1868 og lést 1961. Hann stofnaði meðal annars KFUM og KFUK á Íslandi og einnig íþróttafélögin Val og Hauka. Hann var áhrifamikill í íslensku samfélagi og helgaði krafta sína einna helst æskulýðsstarfi en þó fremur með drengjum en stúlkum. Í bókinni Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon sem kom út 2023 kom hins vegar fram að Friðrik hafi brotið kynferðislega á drengjum.

Bjarni Karlsson prestur og Sigrún Júlíusdóttir sálfræðingur voru fengin til að taka á móti sögum um kynferðislega áreitni og ofbeldi séra Friðriks. Eftir að búið var að fara yfir þær brást KFUM og KFUK við með því að birta auglýsingu í Morgunblaðinu í desember 2023 þar sem fram kom að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að séra Friðrik hefði í skjóli virðingarstöðu sinnar farið yfir mörk í samskiptum við drengi og áreitt þá kynferðislega. Ekki voru allir sáttir við þessa afsökunarbeiðni og hefur Jón Magnússon til dæmis látið sig málið varða.

Sjá einnig: Telur að styttan af séra Friðrik fari aftur á sinn stað – Segir hann hafa verið öfundaðan

Réttur brotinn

Í Spursmálum á dögunum sagði hann einnig að ásakanirnar gegn séra Friðriki væru ekki að fullu sannaður og brotinn hafi verið réttur á honum í ljósi þess að menn skuli teljast saklausir uns sekt sé sönnuð í málum sem höfðuð eru gegn þeim. Þannig hefði séra Friðrik ekki fengið neinn málsvara í málarekstrinum gegn honum.

Í svari Tómasar til Morgunblaðsins, sem birt er í blaðinu, í dag kemur fram að meðferð KFUM á máli séra Friðriks hafi verið rakin ítarlega í skýrslu félagsins sem kom út í fyrra og þá hefði málið fengið sitt rými á aðalfundi félagsins. „Þar með var settur punktur af hálfu félagsins við þetta erfiða mál,“ segir Tómas. Þá er haft eftir honum að málið hefði tekið sinn toll og skilið eftir sig sár hjá fjölda fólks. „Sár sem við þurfum að gefa tíma og rými til að gróa. Það er enginn áhugi af hálfu KFUM og KFUK til að ýfa það upp aftur.“

Mannorði rústað

Ljóst er að um mikið hitamál er að ræða og skrifar til að mynda Valsarinn Jón Hermann Karlsson aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir meðferðina á séra Friðrik. Jón Hermann er fyrrverandi landsmiðsmaður í handbolta og þá lék hann einnig með meistaraflokki Víkings í fótbolta.

„Segja má með sanni að mannorði öðlingsins og heiðursmannsins séra Friðriks Friðrikssonar hafi verið rústað í kjölfar útkomu bókar sagnfræðingsins Guðmundar Magnússonar um ævi hans. Háværar raddir MeToo-byltingarinnar tóku undir dylgjur og aðdróttanir,“ segir hann meðal annars í grein sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík