fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Nara Walker um fangelsisvistina á Íslandi eftir að hún beit tungu eiginmannsins í sundur – „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. maí 2025 11:00

Nara Walker býr nú hjá móður sinni í Queensland og vinnur úr reynslu sinni með list.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um átta árum síðan komst hin ástralska Nara Walker í kastljós fjölmiðla vegna refsidóms sem hún fékk fyrir líkamsárás á fyrrverandi eiginmann sinn. Beit hún úr honum tunguna. Nara hélt því hins vegar fram að hún hafi verið þolandi langvarandi heimilisofbeldis og að eiginmaðurinn hafi verið að beita valdi þegar hún beit hann.

Í viðtali við fréttastofuna ABC rifjar Nara Walker upp handtökuna og fangelsisvistina á Íslandi.

Nara er nú búsett í Sunshine Coast í Queensland fylki í Ástralíu og starfar sem myndlistakona. Litir hafa ávallt skipt hana máli.

„Þú þarft að vera í þínum eigin fötum í íslenskum fangelsum. Ég hélt mér frá röndóttum fötum, af því að mér langaði ekki til að líða eins og ég væri í fangelsi,“ segir hún. „Ég átti hvítar buxur sem sem ég málaði og þegar ég losnaði úr fangelsi gekk ég í þeim þar til þær slitnuðu. Ég fékk svo mikið hrós fyrir þær. Ég man eftir ljúfri ungri bandarískri konu sem hældi mér fyrir buxurnar. Þegar ég sagði henni að ég hefði málað þær í fangelsi horfði hún á mig með skringilegum svip.“

Nara hlaut eins árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. mars árið 2018 fyrir líkamsárás og stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í 18 mánuði í Landsrétti en 15 mánuðir voru skilorðsbundnir. Auk þess að bíta tungu fransks eiginmanns síns í sundur var hún dæmd fyrir árás á konu sem var gestkomandi á heimilinu.

Ekki gleymt Íslandi

Nara flutti til Íslands árið 2016 en þar áður bjó hún í Bretlandi. Sagðist hún hafa verið þolandi langvarandi ofbeldis af hálfu eiginmannsins. Það er andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Í viðtalinu segir Nara að listin hafi hjálpað henni til að komast í gegnum þennan tíma.

Sjá einnig:

Nara Walker:„Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“

„Reynsla mín af réttarkerfinu, að vera í farbanni, þetta hefði allt verið svo öðruvísi. Ég var aldrei ein af því að ég hafði listina mína. Ég hafði alltaf þetta form tjáningar,“ segir hún.

Nara var vistuð á fangelsinu á Hólmsheiði og losnaði þaðan út í maí mánuði árið 2019. Síðar flutti hún heim til Ástralíu. Hún hefur hins vegar ekki hætt að skipta sér af Íslandi því hún hefur unnið með íslenskum kvenréttindasamtökum, meðal annars hefur hún barist fyrir umbótum á því hvernig rannsóknir og saksókn fer fram í málum sem tengjast ofbeldi gegn konum. En mál gegn ríkinu fer brátt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Fór út úr líkamanum

Aðspurð um atvikið sem hún var dæmd fyrir segir Nara að það hafi verið ósjálfrátt. Eiginmaður hennar hafi troðið tunguni á sér ofan í hálsinn á henni og hún hafi bitið tunguendann af.

„Ég skildi ekki hvað ég hafði gert. Ég var að fylgjast með mér utan við líkama minn,“ segir hún. „Allt í einu var lögreglan komin og ég var í losti. Ég hristist og skalf í tröppunum og skildi ekki hvað hafði gerst. Lögreglan kom inn og setti mig í járn, og ég endurtók sífellt að ég væri fórnarlambið.“

Nara segir að dómstóllinn hefði ekkert tekið mark á frásögnum hennar af ofbeldi eða gögnum sem hún birti því til stuðnings. Meðal annars textaskilaboð sem hafi sýnt fram á að hann hafi sett LSD út í teið hennar. Eiginmaðurinn neitaði því að hafa beitt ofbeldi.

Alls tók málareksturinn og afplánunin um þrjú ár. Vegabréfið var tekið af henni og um tíma missti hún heimili sitt. Hún reyddi sig á matargjafir frá hjálparsamtökum á þeim tíma. Hún léttist mikið og byrjaði að missa hárið.

Vegna þess hversu áberandi málið var í fjölmiðlum fékk hún ekki inni í gistirými fyrir konur. Þegar henni var loksins hleypt inn þá var hún ekki með neitt til að skapa list nema símann sinn.

Veggfóðraði klefann með list

Þegar hún hóf afplánun þá gat hún aftur byrjað að mála. Listina notaði hún til að takast á við tilfinningar sínar.

„Mig langaði til að kasta mér í jörðina og öskra, gráta og rífa hárið af mér en ég varð að halda rónni,“ segir hún. „Ég var með mismunandi leiðir, sem var listin, hreyfingar og skrif. Ég málaði og teiknaði mikið af abstrakt andlitum. Ég hugsaði: Kannski eru þessi andlit allt þetta fólk sem hefur gengið í gegnum áföll eins og ég. Þá leið mér á einhvern hátt eins og ég væri ekki ein, ég hafði þessi andlit með mér. Sum af þeim eru mjög ógnvekjandi og myrk.“

Sjá einnig:

Beit tunguna úr eiginmanni sínum:Föst á Íslandi og borðar hjá Hjálpræðishernum – „Ég ætlaði aldrei að meiða neinn“

Alls gerði Nara Walker 75 myndir í fangelsinu. Hún veggfóðraði klefann sinn með þeim og setti þær upp í sýningu í Reykjavík þegar hún losnaði. Skilorðið rann út í ágúst árið 2020 og þá fékk hún vegabréfið sitt aftur. Þangað til var hún á áfangaheimili og fékk að gista í listamannaíbúðum víða um land.

„Ég bjó til svo mikla list. Ég fór að tengjast þrautseigu hliðinni af mér, ekki aðeins þeirri til að lifa af,“ segir hún.

Vinnur úr reynslunni

Nara Walker býr í dag hjá móður sinni og er með stúdió í bakgarðinum. Henni líður eins og hún geti tjáð sig á annan hátt en hún gat á Íslandi. Hún notar allan líkamann til að mála.

„Mikið af þeirri vinnu sem ég er að gera hérna í stúdíóinu er að vinna úr þeirri reynslu að vera aftur í líkama mínum og aftur í Ástralíu, sem þýðir að ég er líka að vinna úr reynslu minni á Íslandi,“ segir hún. „Ég er ekki að troða þessum tilfinningum í aftursætið. Ég get sleppt þeim frjálsum. Ég vill fá að tala og vera séð eins og ég er.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum

Grófu heilaga Teresu upp og settu hana í sýningu – Lítur merkilega vel út 500 árum frá dauða sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski

Segir að enginn sjávarútvegur í heiminum hafi fengið meiri meðgjöf frá ríkinu en sá íslenski
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“