fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglumenn á Kanaríeyjum skutu ungan mann til bana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. maí 2025 16:30

Frá Gran Canaria.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára gamall maður var skotinn til bana við flugvöllinn á Cran Canaria á laugardaginn. Lögreglumenn voru þar að verki og segjast hafa neyðst til að skjóta manninn til að koma í veg fyrir að hann skaðaði aðra. Maðurinn ógnaði leigubílstjóra, flugfarþega og lögreglumönnum með hnífi.

Canarian Weekly greinir frá þessu. Áður en lögreglan greip til þessara örþrifaráða hafði maðurinn reynt að stinga leigubílstjóra með hnífi. Leigubílstjórann sakaði ekki en árásarmaðurinn ógnaði þvínæst farþega inni í flugstöðinni með hnífnum.

Fimm lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni. Kom til handalögmála þar sem einn lögreglumaðurinn féll við og skutu þá hinir manninn til að vernda félaga sinn.

Atvikið átti sér stað um kl. 16:45 á laugardaginn.

Vitni á vettvangi segja að hleypt hafi verið af átta til níu skotum. Mikið uppnám hafi orðið í flugstöðinni á meðan átökunum stóð. Maðurinn sem varð fyrir skotum lögregulmannanna lést á vettvangi. Lík hans lá í um þrjár klukkustundir nálægt strætisvagnastöð við flugstöðina. Svæðið var afgirt og rannsóknarmenn og krufningalæknar rannsökuðu líkið sem ekki var flutt burtu fyrr en um áttaleytið um kvöldið.

Sjá nánar á Canarian Weekly.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK