fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Lögreglumenn á Kanaríeyjum skutu ungan mann til bana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. maí 2025 16:30

Frá Gran Canaria.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára gamall maður var skotinn til bana við flugvöllinn á Cran Canaria á laugardaginn. Lögreglumenn voru þar að verki og segjast hafa neyðst til að skjóta manninn til að koma í veg fyrir að hann skaðaði aðra. Maðurinn ógnaði leigubílstjóra, flugfarþega og lögreglumönnum með hnífi.

Canarian Weekly greinir frá þessu. Áður en lögreglan greip til þessara örþrifaráða hafði maðurinn reynt að stinga leigubílstjóra með hnífi. Leigubílstjórann sakaði ekki en árásarmaðurinn ógnaði þvínæst farþega inni í flugstöðinni með hnífnum.

Fimm lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni. Kom til handalögmála þar sem einn lögreglumaðurinn féll við og skutu þá hinir manninn til að vernda félaga sinn.

Atvikið átti sér stað um kl. 16:45 á laugardaginn.

Vitni á vettvangi segja að hleypt hafi verið af átta til níu skotum. Mikið uppnám hafi orðið í flugstöðinni á meðan átökunum stóð. Maðurinn sem varð fyrir skotum lögregulmannanna lést á vettvangi. Lík hans lá í um þrjár klukkustundir nálægt strætisvagnastöð við flugstöðina. Svæðið var afgirt og rannsóknarmenn og krufningalæknar rannsökuðu líkið sem ekki var flutt burtu fyrr en um áttaleytið um kvöldið.

Sjá nánar á Canarian Weekly.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi