fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. maí 2025 15:30

Spánverjar hafa farið fram á rannsókn á símakosningunni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, vill að Ísraelsmenn verði reknir úr Eurovision. Það væri tvískinnungur af keppnishöldurum að banna Rússa en ekki Ísraelsmenn.

Spænskir miðlar greina frá þessu í dag.

Eins og flestir vita lauk Eurovision keppninni um helgina með sigri Austurríkis. Ísrael hafnaði í öðru sæti, fékk fá atkvæði frá dómnefnd en mörg úr símakosningu almennings. Hafa Spánverjar farið fram á að símakosningin verði endurskoðuð, það er til að sjá hvort Ísraelar hafi svindlað í keppninni.

Eins og árið 2024 var þátttaka Ísraels bitbein í keppninni, það er eftir að stríðið á Gaza braust út. En Ísraelsher hefur stráfellt Palestínumenn í tugþúsunda tali, að miklu leyti börn, og hindrað að hjálpargögn komist á sinn stað. Þá hefur Benjamín Netanyahu tilkynnt að Íraelar muni hernema Gaza ströndina og flytja íbúana burt, það er fremja þjóðernishreinsun á staðnum.

„Fólkið í Palestínu er að þola óréttlæti stríðs og loftárásir,“ sagði Pedro Sanchez. Sakaði hann keppnishaldarann, EBU, um tvískinnung. Það er að hafa vísað Rússum úr keppni en neitað að gera hið sama gagnvart Ísraelsmönnum.

„Rússar hafa ekki fengið að taka þátt síðan þeir hófu innrás í Úkraínu árið 2022 og þess vegna ætti Ísraelsmenn heldur ekki að fá að taka þátt, við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt í menningunni,“ sagði hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Í gær

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“