Anton Rafn Ásmundsson lést 2. maí síðastliðinn, langt um aldur fram, 45 ára að aldri. Anton Rafn skilur eftir sig þriggja ára gamla dóttur, Sigrúnu Rós.
Vinur hans, Agnar Jónsson, hefur sett af stað framtíðarreikning til styrktar dóttur Antons Rafns. Sjá reikningsnúmer neðst í fréttinni.
„Söfnun til styrktar dóttur Antons Rafns Ásmundssonar. Elsku vinir og aðrir sem að láta sig málið varða endilega hjálpið mér að deila þessum pósti,“ skrifar Agnar í færslu á Facebook.
„Aðfaranótt föstudagsins 2. maí lést Anton Rafn Ásmundsson, vinur minn. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu.
Síðan þetta gerðist hef ég átt erfitt með að meðtaka raunveruleikann. En sama hvað mér finnst, þá er þetta því miður sú sorglega staða sem blasir við, bæði mér og öllum þeim sem þekktu Anton.
Anton var hlýr, einlægur og átti auðvelt með að tengjast fólki með nærveru sinni.
Eftir standa ástvinir hans, en ekki síst dóttir hans, Sigrún Rós Antonsdóttir, sem nú þarf að takast á við lífið án föður síns.
Það er ekkert sem getur bætt henni þetta tap. En mig langar að stofna minningarsöfnun í hans nafni. Allur stuðningur – stór sem smár – skiptir máli og mun skipta sköpum.
Reikningur:
0123-18-038068
Kennitala: 040222-2430
Nafn: Sigrún Rós Antonsdóttir
Takk fyrir stuðninginn.“