fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 07:22

Kortið sýnir jarðskjálfta við Grímsey frá miðnætti 13. maí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti af stærð 5,0 varð við Grímsey klukkan 05:20 í morgun og voru upptök hans á svipuðum slóðum og í fyrrinótt en sá skjálfti mældist 4,7 að stærð.

Í tilkynningu frá Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands kemur fram að talsverð eftirskjálftavirkni hafi fylgt í morgun og það megi búast við að skjálftar geti haldið áfram og orðið allt að 3,8 að stærð.

Yfir 700 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að jarðskjálftahrinan hófst í fyrrinótt.

Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, meðal annars frá Siglufirði, Akureyri og Bakkafirði.

„Ástæða fyrir mikilli jarðskjálftavirkni á Grímseyjarbeltinu, sem tilheyrir Tjörnesbrotabeltinu, eru sniðgengishreyfingar í jarðskorpunni. Þar hafa orðið jarðskjálftar yfir 6 að stærð. Jarðskjálftavirknin á svæðinu er því ekki tengd kvikuhreyfingum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“

Jón Ingi bendir á hræsni Bergþórs – „Var fullur á Klaustursbar þegar hann átti að vera á þingfundi að afgreiða fjárlög“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara