fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 13:00

Úlfar Lúðvíksson. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau óvæntu tíðindi urðu í gær að Úlfar Lúðvíksson hætti störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar ákvað að hætta störfum í kjölfar þess að dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, greindi honum frá því að hún hyggðist auglýsa stöðuna í haust.

Þorbjörg segir að sú ákvörðun hafi ekkert með frammistöðu Úlfars í embætti að gera en ákvörðunin sé pólitísk. Margir hafa gagnrýnt ákvörðun ráðherrans, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem skrifaði á Facebook í gær:

„Þetta eru afleitar fréttir en að undanförnu hafði verið talað um það í stjórnkerfinu að til þessa gæti komið.

Þar var ástæðan talin sú að Úlfar hefði verið of hreinskilinn um stöðuna í útlendingamálum og skipulagðri glæpastarfsemi og sjálfur ákveðið að gera ráðstafanir til að verja landamærin.

Þótt þetta hafi allt verið nauðsynlegt, innan valdheimilda og til þess fallið að stíga inn í tómarúmið sem stjórnvöld skildu eftir gerði framtakssemin hann að skotspón.

Brottvikning Úlfars felur í sér afleit skilaboð til lögreglunnar og bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum.“

„Úlfar á betra skilið“

Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á Facebook í gær:

„Úlfar á betra skilið.

Sem þingmaður Suðurkjördæmis átti ég í afar góðu samstarfi við Úlfar Lúðvíksson. Hann og Lögreglan á Suðurnesjum hefur náð góðum árangri á landamærunum og við rannsóknir á erlendum glæpahópum og tengslum þeirra við afar erfiðar aðstæður oft á tíðum. Ég hef borið mikla virðingu fyrir starfi hans og Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Þá stóð Úlfar í fylkingarbjósti ásamt Almannavörnum í málefnum Grindvíkinga. Ég var ekki alltaf sammála ákvörðun hans og þeirra en það er eðlilegt í svo stóru og flóknu verkefni. Hann var eðlilega oft umdeildur en stóð keikur við sínar ákvarðanir. Fyrir það kann ég að meta hann, að sýna staðfestu.

Ég veit ekki hvað dómsmálaráðherra er að fara en þetta ráðslag kom mér á óvart.

Vegni þér vel Úlfar, þú áttir betra skilið.“

Benti á brotalamir við Schengen-aðildina

Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, fer yfir málið í aðsendri grein á Vísir.is í dag. Hann staldrar við ummæli ráðherra um að lagður verði aukinn þungi í landamærapólitík. Bendir hann á að slík áform féllu fullkomlega að viðhorfum Úlfars til þess málaflokks, en hann hafi ítrekað kallað eftir hertari tökum á landamæraeftirliti. Síðan skrifar Hjörtur:

„Hins vegar hefur Úlfar einnig bent á ýmsar brotalamir varðandu aðild Íslands að Schengen-svæðinu. Sú gagnrýni fellur vitanlega illa að stefnu Viðreisnar um að gengið verði í Evrópusambandið en eins og ráðherrann sagði var ákvörðunin pólitísk.“

Hjörtur vitnar síðan til greina Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, um ástandið á landamærunum og segir:

„Fyrir skömmu ritaði Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, grein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýndi aðildina að Schengen-svæðinu og vitnaði í nýleg ummæli Úlfars í Dagmálum um stöðu mála á landamærunum að öðrum ríkjum þess. Meðal annars hafði Guðni eftir honum að stjórnvöld yrðu að vakna í þessum efnum. „Viðtalið við lögreglustjórann er nánast samfellt neyðaróp. Ákall til stjórnmálamanna um að grípa í taumana,“ sagði hann enn fremur.

„Ég skora á dómsmálaráðherra að skoða þá fullyrðingu Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra að herða verði löggjöfina á landamærum,“ sagði Guðni áfram. Þorbjörg svaraði á síðum Morgunblaðsins og sagði áhyggjur Guðna ástæðulausar. Taldi hún síðan upp mál sem hún væri með í gangi en áttu það flest sameiginlegt að hafa átt upphaf sitt í tíð forvera hennar. Til að mynda brottfararstöð og hælissvipting vegna alvarlegra afbrota. Réttum tveimur vikum síðar rak hún Úlfar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“