Má þar meðal annars nefna kostnað við leigu og vegna rafmagns, hita, reksturs bifreiðar og laun fyrir bókara, gjaldkera og endurskoðanda.
Ásgerður lýsir þessu í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hún gagnrýnir til dæmis Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra.
Í frétt Morgunblaðsins er bent á að ýmis hjálparsamtök hefðu fengið fé úthlutað í mars síðastliðnum þegar Inga Sæland veitti styrki til samtaka sems tarfa að félags- og velferðarmálum. Fjölskylduhjálpin var ekki þar á meðal og er Ásgerður Jóna sár vegna þess.
„Hún þekkir starfið og veit hvað það er mikilvægt. Ég talaði við hana í þrígang. Í fyrsta símtalinu var allt mjög jákvætt. Svo hitti ég hana á landsfundi Flokks fólksins og spurði hana um málið. Þá sagðist hún hafa lagt þetta fyrir ríkisstjórn og þar hafi því verið synjað því engir peningar væru til. Í þriðja samtalinu sagðist hún ekkert geta gert. Hún væri búin að senda erindið inn í ráðuneytið og gæti ekki skipt sér meira af því,“ segir Ásgerður við Morgunblaðið og viðurkennir að hún sé ekki sátt.
„Við erum stærstu hjálparsamtök landsins og fáum höfnun. Auk þess erum við ein með opið bókhald. Maður er svolítið fúll yfir þessu.“
Ásgerður segist þó ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana og hefur hún sent beiðni til 600 fyrirtækja um að gerast bjargvættir Fjölskylduhjálparinnar.