fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 9. maí 2025 20:25

Vettvangur ákeyrslunnar. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að ökumanni bíls sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut í Lönguhlíð í Reykjavík, við Eskitorg, í dag, föstudaginn 9. maí.

Segir í tilkynningu að fyrrnefndur ökumaður hafi numið staðar á vettvangi og átti orðaskipti við konuna, en síðan ekið á brott á brott. Tilkynning barst klukkan 14.19, en ökumaður bílsins var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom á staðinn.

Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á spítala til aðhlynningar. Að hans sögn var bíllinns sem um ræðir blár jeppi og við stýrið var eldri kona.

„Við atvik eins og þetta er mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið,“ segir í tilkynningunni. „Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi.“

Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að slysinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gunnar.runar@lrh.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg