fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. maí 2025 16:17

Sigurbjörg Jónsdóttir var borin út úr íbúð sem hún leigði í Bríetartúni. Mynd: Grétar A.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Jónsdóttir, sem borin var út úr íbúð í eigu Félagsbústaða við Bríetartún á þriðjudagsmorgun, vegna vangoldinnar leigu, hefur fyrir góðvild vinkonu sinnar fengið inni á gistiheimili í Ármúla undanfarnar nætur. En frá og með morgundeginum er hún aftur á götunni.

Sjá einnig: Sigurbjörg borin út og grætur ráðalaus úti á götu

„Ég var bara úti í rigningunni og síminn að verða batteríslaus og allt að verða blautt þegar vinkona mín frá Spáni, sem hafði fylgst með þessu, hringdi í mig, hún höndlaði þetta ekki og keypti fyrir mig á hóteli í tvær nætur og var að bæta þriðju nóttinni við. En það verður ekki á meira, en þetta var óumbeðið af mér. En á morgun er bara óvissa,“ segir Sigurbjörg í samtali við DV.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, sagði í viðtali við Stöð 2 á þriðjudagskvöld að velferðarsvið væri að vinna í máli Sigurbjargar og myndi bjóða henni aðstoð. Sigurbjörg segir hins vegar að velferðarsvið hafi ekki haft samband við hana og hún hafi enga hjálp fengið. „Ekki nema það að félagsráðgjafinn minn sótti um styrk fyrir gistingu eina nótt en því var hafnað. Ég næ ekki í hana í dag af því það er starfsdagur.“

Sigurbjörg hefur gistingu í Ármúlanum í nótt en algjör óvissu er um hvar hún getur hallað höfði um helgina. Ekkert bólar á boðaðri aðstoð velferðarsviðs.

„Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt,“ segir Sigurbjörg sem bindur vonir við orð Sönnu fyrr í vikunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“

Sigmundur Davíð blandar sér í stóra fermingarfræðslumálið – „Stappar nærri sturlun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025
Fréttir
Í gær

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk

Játning morðingja John Lennon – Ástæðan var einföld og sjálfselsk