„Ég á ekki orð, ég get ekki séð þig, dóttir mín, og fólk er enn að eyðileggja líf mitt og eyðileggja bílinn minn,“ skrifar maður í íbúahóp Hvergerðinga á Facebook. Birtir hann myndir af bíl sínum sem hefur orðið fyrir fólskulegum skemmdarverkum. Atvikið áttu sér stað á bílaplani við verslunarmiðstöð að Austurmörk 4 í Hveragerði.
Maðurinn er erlendur en talar íslensku. Hann segir í samtali við DV að lögregla hafi komið í vettvang í dag, tekið myndir af bílnum og skrifað skýrslu um atvikið.
Hann segist sjálfur vita hverjir voru að verki en skemmdarverkin tengist forræðisdeilu sem hann á í. Íslenskt og erlent fólk hafi komið þarna við sögu.
Hann segir að fólkið hafi áður skemmt annan bíl fyrir honum með viðlíka hætti.
Sem fyrr segir, rannsakar lögregla málið.