fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 4. maí 2025 13:14

Rut Rúnarsdóttir. Skjáskot úr auglýsingu SFS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af þeim sem kemur fram í auglýsingum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem stefnt er gegn hækkun veiðigjalda, er Rut Rúnarsdóttir. Rut sýnir áhorfendurm inn í Grundarfjörð og segir:

„Hæ, mig langar til að sýna ykkur bæinn minn. Þetta er kaffihúsið okkar. Þetta er matvörubúðin okkar. Þetta er rafvirkinn okkar. Þetta er smiðurinn okkar. Hér er crossfit-stöðin okkar. Hérna er spinningsalurinn okkar. Þetta er vélsmiðjan okkar. Þetta er veitingastaðurinn okkar. Hér er alt muligt búðin okkar og hér fæst allt. Og hér er sundlaugin okkar. Þetta er ræktin okkar. Þetta er flutningafyrirtækið okkar og þetta er bílaverkstæðið okkar. 

Hér vinnum við alls konar. Kennarar, smiðir, flutningabílstjórar, en við lifum öll á sjávarútvegi.“ 

Í lok auglýsingar birtist þessi áletrun:

„Veiðigjaldið er skattur á samfélög“

Rut Rúnarsdóttir er barnabarn Soffaníasar Cecilssonar, sem lést árið 1999. Hann stofnaði samnefnt sjávarútvegsfyrirtæki á Grundarfirði en árið 2018 var það selt til dótturfyrirtækis Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Seafood, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Kaupverðið var 9,5 milljarðar króna, 6,3 milljarðar króna voru greiddir með handbæru fé og 3,2 milljarðar  með yfirtöku skulda.

Þess má geta að stærstu hluthafar Soffaníasar voru meðal hæstu skattgreiðenda síðasta árs. Foreldrar Rutar voru á meðal eigendanna.

Kvótaeign Soffaníasar Cecilssonar hefur ekki verið færð frá Grundarfirði en bærinn á mikið undir því að núverandi eigendur haldi kvótanum í heimabyggð. Um það ríkir óvissa.

DV hafði samband við Rut og óskaði þess að ræða þessar upplýsingar en hún vildi ekki ræða við blaðamann.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir leit í bílskúr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum

Íslandsbanki hafði betur í máli gegn konu með litríka fortíð – Flúði til Rússlands eftir meintar ofsóknir og beið afhroð í þingkosningum