fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. maí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Leó Friðriksson segist ekki vera undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins þar sem hann hafi ekki komið að stofnun Virðingar. Hann hafi rift ráðningarsamningi sínum við Virðingu.

Fyrir áramót var greint frá því að Valdimar Leó, sem er fyrrverandi þingmaður, yrði framkvæmdastjóri hins nýja stéttarfélags Virðingar. Efling hefur sakað Virðingu um að vera gervistéttarfélag, stofnað af atvinnurekendum í veitingageiranum.

Fyrir skemmstu var greint frá því að Valdimar Leó hefði boðið sig fram til forseta ÍSÍ, en hann á að baki langa stjórnarsetu og þátttöku í ýmsum íþróttasamböndum. Eftir að það var kunngjört lét Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í sér heyra á samfélagsmiðlum og voru birtar fréttir upp úr því. Það er að Efling hefði kært Virðingu til Samkeppniseftirlitsins og að í viðtali RÚV við Valdimar Leó hefði íþróttafréttamaður misst af tækifæri til þess að spyrja hann um aðkomu sína að Virðingu.

Sjá einnig:

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV

Valdimar Leó greinir núna frá því að hann hafi rift ráðningarsamningi sínum við Virðingu. Ástæðan sé sú að hann hafi ekki fengið nein laun greidd. Þá sé hann ekki til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu þar sem hann hafi ekki komið nálægt stofnun Virðingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla