fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Þetta er ástæðan fyrir því að krókódílar bíta menn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. maí 2025 21:30

Haltu þér fjarri þessum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn sýnir hver ástæðan er fyrir langsamlega flestum krókódílaárásum í Flórída. Þær eru ekki krókódílunum sjálfum að kenna.

Rannsóknin var unnin af vísindamönnum við Flódíaháskóla og Centre College í Kentucky fylki. Voru niðurstöðurnar birtar um miðjan síðasta mánuð.

Frá árinu 1948 hafa verið skráðar nærri 500 krókódílaárásir í Flórída. Í þeim létust samanlagt 27 einstaklingar og 339 hlutu mjög alvarleg meiðsli af.

Ástæða flestra árásanna er hins vegar ekki árásargirni krókódílanna heldur hegðun þeirra sem bitnir voru.

„Áhættusöm hegðun manna er ástæðan, ekki árásargirni krókódílanna,“ segir í rannsókninni. Flest slysin gerðust í vatni, yfirleitt þegar menn voru að synda of nálægt krókódílum.

Að sögn vísindamannanna eru krókódílar ekki að leitast eftir átökum við menn. Árásirnar eru ósjálfráðar, það er að krókódílarnir bregðast við hreyfingum í vatninu.

„Það sem læra má af þessari rannsókn er að það er hægt að komast hjá mörgum bitum ef fólk er meðvitað um umhverfi sitt og haldi áhættuhegðun í lágmarki,“ sagði Frank Mazzotti, vistfræðingur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga
Fréttir
Í gær

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“