fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 1. maí 2025 15:30

Nágranninn er búinn að biðja um leyfi til að byggja pall á sameignarfleti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður sem býr í fjölbýlishúsi óttast að nágranni sinni á neðri hæð hyggist færa heitan pott framar á lóðina. Muni hann því hafa fólkið í pottinum fyrir augunum þegar hann fer út á svalir.

Maðurinn greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Hafa um hann spunnist miklar umræður.

„Nágranni minn á jarðhæð í tveggja hæða fjölbýli er með pott, hann situr núna undir svölum og truflar lítið en ég veit að sama nágranna langar að byggja pall á sameignarfleti og hefur óskað eftir því við húsfélag sem og aðrir nágrannar á neðri hæð,“ segir hann.

Ef leyfi fáist óttast hann að granninn dragi pottinn undan svölunum og um það bil 2 metra út á pallinn. „Þetta hefur hvergi verið nefnt en ég sé í hvað stefnir mögulega,“ segir hann.

Svalir á efri hæð séu með gleri og væri þá útsýni beint ofan í pottinn.

„Væri þetta framkvæmanlegt án samþykkis allra í húsinu og er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“ spyr hann.

Endar í vitleysu

Í athugasemdum er það nefnt að húsfélagið geti sett það sem skilyrði að ef ákveðið verði að leyfa pallinn þá fari potturinn ekki þangað.

„Ég myndi aldrei leyfa þetta, þetta gæti verið verðmætisrýrnun á hinum eignunum og kannski getur hann nýtt sér viðhalds dótarí á pallinum sínum á kostnað annarra út af sameignarlóð og þetta er örugglega alltaf að fara leiða útí einhverja vitleysu,“ segir einn. Það sé hroki að biðja um að fá að byggja á sameignarfleti fjölbýli og það sé aldrei skynsamlegt að leyfa það.

Aðrir nefna óhefðbundnar leiðir til þess að stoppa þetta.

„Ég veit um fólk sem lenti í svipuðu! Lausnin var að stara bara nógu mikið út um stofugluggann þegar fólkið var í pottinum. Þau færðu hann að lokum aftur nær húsinu og úr sjónlínu,“ segir einn.

„Þá er bara að míga í pottinn af svölunum þínum,“ segir annar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin