fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Fjórir karlar og ein kona ákærð vegna stórfelldrar kannabisræktunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. maí 2025 16:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm manneskjur á fertugsaldri, fjórir karlar og ein kona, hafa verið ákærð í tengslum við stórfellda kannabisræktun.

Einn karlanna er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa þriðjudaginn 29. júní 2021 haft í vörslu sinni, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 116 kannabisplöntur, samtals 1.645 g af kannabislaufum og stönglum og samtals 9.897,54 g af maríhúana. Er hann jafnframt ákærður fyrir að hafa ræktað plönturnar.

Annar maður er ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnabroti með því að hafa lagt til búnað sem notaður var við ræktunina og framleiðslu fíkniefnanna sem tilgreind eru hér að framan. Er hann sagður hafa útvegað búnað frá Hamptækni ehf og leigt áðurnefnda manninum búnaðinn í því skyni að rækta kannabisplöntur. Hafi honum ekki dulist í hvaða skyni búnaðurinn var nýttur.

Þrjú önnur, tveir karlar og ein kona, eru síðan ákærð fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnabroti með því að hafa aðstoðað fyrstnefnda manninn við að klippa niður kannabisplönturnar, gegn greiðslu af óþekktu tagi.

159 plöntur til viðbótar

Fyrstnefndi maðurinn er síðan ákærður fyrir að hafa haft miðvikudaginn 30. júní 2021 í vörslu sinni 159 kannabisplöntur og fyrir að hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar.

Krafist er upptöku af gífurlegu magni af kannabisplöntum, kannabisefnum og búnaði til kannabisræktunar.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. maí næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“