fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari og eigandi félagsins Aþenu  er nýjasti gestur í Spjallinu með Frosta Logasyni.

Brynjar Karl sem er einn frambjóðenda til forseta Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) ræðir þar meðal annars nýlega 17 bls. skýrslu samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs á starfsháttum Brynjar Karls. Álitið sendi samskiptaráðgjafinn til Körfuknattleikssambands Íslands, Íþróttabandalags Reykjavíkur og Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

Segist Brynjar Karl alls ekki andvígur því að hann sé rannsakaður, en segist hafa verið plataður á fölskum forsendum í viðtal til samskiptaráðgjafans og hann horft fram hjá fjölda jákvæðra umsagna. 

Sjá einnig: Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Í viðtalinu segir Brynjar Karl að svo virðist sem hér sé alls ekki um fyrsta né eina dæmið um að hans mati um vafasöm vinnubrögð samskiptaráðgjafans. Nokkrir hafi haft samband við hann með önnur mál.

„Ástæðan fyrir því að ég er að taka þennan slag er vegna þess að það er fólk þarna úti sem hefur ekki sama platform og ég. Og það er eitt sjálfsmorð sem má rekja til vinnubragða eða inn í þessa stofnun. Og það er þjóðþekkt mál,“

segir Brynjar Karl. Vísar hann þar til máls Stefáns Arnars Gunnarssonar, sem fannst látinn í apríl 2023 eftir að hans hafði verið leitað í tvær vikur. Stefán Arnar starfaði sem þjálfari hjá HK og mátti fyrir andlát sitt þola linnulaust áreiti í starfi sínu. 17. janúar sama ár og hann lést barst ÍSÍ bréf um að Arnar hafi hagað sér ósæmilega gagnvart iðkendum og brotið siðareglur félagsins. Arnari var vikið úr starfi. Bróðir hans Samúel Ívar Árnason sagði óvildarmenn Arnars ekki hafa látið sér nægja að ráðast á hann með bréfinu til ÍSÍ og hafa af honum starfið sem þjálfara hjá HK. 

„Nei, það átti sko að ganga alla leið og rústa mannorði hans og atvinnumöguleikum með því að senda samhljóma bréf til Kópavogsskóla þar sem hann starfaði sem umsjónarkennari,“ segir Samúel, sem segir það bréf hafa borist skólanum viku eftir að Arnari var vikið frá HK, eða 1. febrúar.Að sögn Samúels afgreiddi Kópavogsbær málið á rétt rúmum tveimur sólarhringum og var Arnar mættur aftur til starfa sem umsjónarkennari 5. bekkjar strax í kjölfarið. 

Lesa má nánar um skrif Samúels hér: Samúel segir aðför að mannorði Arnar bróður síns hafa ýtt honum fram af brúninni

„Hugsaðu þér, pósturinn sem fer inn með sem er actað á. Númerið undir póstinum er fimm átta einn tveir þrír fjórir fimm, Dominos pizza, sem er kvartað undan honum. Ég ætla bara að biðja fólk þarna úti um að hugsa það vandlega hvernig við ætlum í raun og veru að treysta einhverjum einstaklingi, einhverri sálfræðistofu úti í bæ,“

segir Brynjar Karl um bréfið sem sent var til samskiptastjóra ÍSÍ þar sem ásakanir voru bornar á hendur Stefáni Arnari.

„Dómgreindarleysið hjá þessari konu, það er ógeðfellt. Hugsaðu þér, hún fær annan aðila sem ég ætla ekki einu sinni að ræða um hérna, sem er starfsmaður hjá Stjörnunni. Sem sagði ekki orð við mig. Ungur maður, einhver voðalegur spekingur í sinni fræði og sinni sálfræði. Þetta er bara eins og spænski rannsóknarrétturinn.“

„Hversu lágt getur manneskja lagst að fremja svona gjörning? Hversu illa innrætt er þessi manneskja, eða hópur?“

Elísabet Sveinsdóttir, föðursystir Stefáns Arnar, vakti athygli á því á útfarardegi hans 2. maí 2023 að skrifleg ásökun gegn Stefáni Arnari hefði verið undirrituð með tilbúnu nafni og símanúmeri á pizzastað.

„Hversu lágt getur manneskja lagst að fremja svona gjörning? Hversu illa innrætt er þessi manneskja, eða hópur? Hvað fer fram í höfðinu á fólki sem ber fram alvarlegar ásakanir en hefur ekki manndóm í sér til að kvitta undir með eigin nafni? Ætli þeim hafi þótt fyndið að setja símanúmer á pizzastað undir bréfið? Var þetta kannski bara grín? Hversu sjúkur húmor… Þegar við fengum vitneskju um þetta athæfi varð mér allri lokið,“ sagði Elísabet sem sagði meðal annars bréfið sem sent var til samskiptastjóra ÍSÍ sitja í sér eftir andlát bróðursonar síns.

Sagði hún það þyngra en tárum tæki að Stefán Arnar væri ekki lengur meðal okkar. „Þessi stóra manneskja, magnaði þjálfari og framúrskarandi kennari. Við erum fátækara samfélag eftir missinn. Pössum að svona lagað gerist ekki aftur. Verum vakandi fyrir ofbeldi og einelti af öllum toga, og ekki bara gagnvart börnum heldur líka fullorðnum, því einelti þrífst víða – já og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar – alltaf! Sýnum skilning og umburðarlyndi. Blessuð sé minning elsku Arnars frænda – sem lagði alltaf 100% metnað og væntumþykju í öll sín störf. En kannski var það bara of mikið fyrir suma.“

Sjá einnig: Segir skriflega ásökun gegn Arnari hafa verið kvittaða með tilbúnu nafni og númeri á pizzastað – „Hversu illa innrætt er þessi manneskja, eða hópur?“

Ætlar alla leið í slagnum gegn samskiptastjóra

Brynjar Karl segist hvergi banginn og ætla alla leið í slagnum gegn samskiptastjóra ÍSÍ. Hann ætlar með skýrslu samskiptastjóra um sig fyrir Menntamálaráðuneytið og Umboðsmann Alþingis.

„Og ég lofa ykkur því að þetta embætti verður lagt niður. Það er engin spurning í mínum huga og það sem við ætlum að gera í raun og veru á næstunni og ég held við þurfum að gera það, ég held að það gæti orðið dálítill áhugi fyrir því að fara yfir þetta allt saman lið fyrir lið og varpa ljósi á fáránleikann og ég er svo sáttur við það að það er ég sem er að taka þennan slag vegna þess að það er enginn betri í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu