fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 19:00

Karl III greindist fyrir rúmlega 16 mánuðum síðan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl III Bretakonungur tjáði sig um krabbameinsgreininguna í tilefni af boði krabbameinsfélaga til Buckinghamhallar í dag. Hann sagði það hafa verið ógnvekjandi reynslu að fá fréttirnar.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Í febrúar í fyrra var greint frá því að Karl konungur hefði greinst með krabbamein. Meinið fannst þegar hann fór í aðgerð vegna stækkunnar blöðruhálskirtils.

Nú, fimmtán mánuðum eftir greininunga, vitnaði hann í hina látnu baráttukonu Deborah Jones. „Finndu líf sem vert er að njóta, taktu áhættur, elskaðu djúpt, hafðu ekki eftirsjá og vertu ávallt, ávallt með byltingarkennda von að vopni,“ sagði Karl.

Karl, sem er 76 ára gamall, er í meðferð og að sögn bresku krúnunnar er hún að ganga vel. Karl er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er að glíma við krabbamein en tengdadóttir hans, Katrín prinsessan af Wales, greindist á svipuðum tíma og Karl.

Sendi hann þakkir og árnaðaróskir til þeirra sem sinna og hjálpa krabbameinsveikum í Bretlandi. 390 þúsund manns fá greiningu á hverju ári þar í landi, meira en þúsund á dag.

„Það er ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein,“ sagði Karl. „Bæði fyrir þig og aðstandendur þína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst