fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð spyr hvort útikamrar verði settir upp fyrir leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. apríl 2025 17:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV greindi frá því fyrir skömmu að hópur erlendra leigubílstjóra hefði lagt undir sig kaffiskúr í eigu Isavia sem er ætlaður öllum leigubílstjórum til afnota. Hafa erlendu bílstjórarnir, sem eru íslamstrúar, lagt skúrinn undir bænahald.

Morgunblaðið hefur gengið eftir svörum hjá Isavia um kaffiskúrinn en Isavia varist fregna af málinu þar til í morgun en Guðmund­ur Daði Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri viðskipta og þró­un­ar hjá Isa­via, í sam­tali við Morg­un­blaðið að Isavia leggist ekki gegn bænahaldi í kaffiskúrnum. Hins vegar þurfi að tryggja að öllum líði vel og þeir séu velkomnir. Yf­ir­mönn­um Isa­via var brugðið er frétt­ir bár­ust af yf­ir­töku skúrs­ins af hálfu er­lendra leigu­bíl­stjóra og ætla að ráðfæra sig við menn sem eru „sér­fróðir í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lög­um“.

Guðmundur segir ennfremur:

„Við ger­um að sjálf­sögðu ekki at­huga­semd við það að fólk iðki trú sína, það er gert um alla flug­stöð og öðrum mann­virkj­um Isa­via. Þannig að það sem slíkt ger­um við ekki at­huga­semd­ir við. Aft­ur á móti það sem okk­ur þykir ámæl­is­vert í þessu er að það sé verið að meina fólki aðgang að hús­næði sem er fyr­ir alla og vera með ein­hvers kon­ar fram­komu sem er ónæði við aðra.“

Hinir sérfróðu rót vandans

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur látið sig málið varða. Hann spyr hvort hinir sérfróðu í fjölmenningarsamfélögum, sem Isavia ætlar að leita til, séu rót vandans en ekki lausn hans. Hann spyr einnig hvort settir verði upp útikamrar fyrir leigubílstjóra sem ekki séu lengur velkomnir í eigin kaffiskúr. Facebook-pistill Sigmundar Davíðs um málið er eftirfarandi:

„Nei, hættu nú alveg!

Stjórnendur Isavia og ráðherrann láta ekki ná í sig dögum saman en svo er maður sendur út með skilaboð um að félagið ætli að leita til fjölmenningarsérfræðinga.

Hverjir skyldu nú þessir „menn sem eru sérfróðir í fjölmenningarsamfélaginu” vera?

Getur verið að þeir séu rót vandans en ekki lausnin hans. Að námskeiðahald slíkra aðila fyrir Isavia hafi valdið þessum vandræðagangi?

Ef maður sem væri raunverulega sérfróður í fjölmenningarsamfélögum yrði fenginn til að útskýra málið gæti hann sagt Isavia að það sé gagnslaust að senda bara mann í gulu vesti í skúrinn til að minna á að hann eigi að vera opinn öllum, konum og körlum til að nýta salernisaðstöðuna og borða það sem þeir vilja eða sitja og spjalla.

En hver ætli sé líklegasta niðurstaðan m.v. hvernig Isavia hefur haldið á málinu til þessa?

Að fulltrúi Isavia fari og tali við mennina, þeir neiti að fylgja reglunum, Isavia gefist þá upp og segi konunum og öðrum leigubílstjórum að þeir geti jú notað salernið í kjallara flugstöðvarinnar en svo verði e.t.v. hugað að því að setja upp sér-aðstöðu fyrir þá?

Eða ætli það verði settir upp útikamrar fyrir þá leigubílstjóra sem eru ekki lengur velkomnir í eigin kaffiskúr?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi