fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, tekur undir með Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, sem viðrað hefur áhyggjur sínar af stöðu mála á landamærunum.

Hann segir að myndin sem Úlfar, sem jafnframt er yfirmaður landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli, dró upp í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins þann 8. Apríl síðastliðinn sé sláandi. „Und­an hlýt­ur að svíða hjá þeim stjórn­mála­mönn­um sem ábyrgð bera á þessu ótrú­lega klúðri,“ segir hann í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Aldrei meiningin

Hann bendir á að Ísland sé eyja og ekkert ætti að vera einfaldara en að hafa landamærin í lagi.

„Úlfar nefn­ir m.a. að 95% allra þeirra sem til lands­ins koma fari í gegn­um landa­mæra­eft­ir­litið á Kefla­vík­ur­flug­velli. Og þar sof­um við vært á verðinum. „Við verðum að vakna,“ seg­ir lög­reglu­stjór­inn og nefn­ir m.a. að er­lend­ar glæpaklík­ur hafi náð hér fót­festu með aðstoð ís­lenskra lög­manna. Hann nefn­ir líka að sum flug­fé­lög kom­ist upp með að brjóta alþjóðaregl­ur og ís­lensk lög með því að gefa yf­ir­völd­um ekki upp farþegalista sína. Um 7% allra flug­f­arþega í Kefla­vík koma þannig inn til lands­ins und­ir nafn­leynd. Það er þægi­leg leið fyr­ir glæpa­geng­in,“ segir Guðni og bætir við að viðtalið við Úlfar hafi nánast verið eitt samfellt neyðaróp.

„Ákall til stjórn­mála­manna um að grípa í taum­ana, setja lög sem þrengja rörið á flug­vell­in­um, auka við fjár­magn í eft­ir­litið og snar­minnka þetta frjálsa flæði misyndismanna til lands­ins. Það var nefni­lega aldrei mein­ing­in með hinu svo­kallaða fjór­frelsi Schengen-sam­komu­lags­ins að ótínd­ir glæpa­menn hefðu frjálsa för til og frá land­inu,“ segir hann.

„Marg­ir sáu fjór­frelsið, frjálst flæði fólks, fjár­magns, varn­ings og þjón­ustu, í hill­ing­um þegar umræðan um aðild Íslands að Schengen-sam­komu­lag­inu hófst fyr­ir síðustu alda­mót. Aðrir töldu það fá­rán­legt að opna landa­mæri okk­ar sem lít­ill­ar eyþjóðar með þess­um hætti,“ segir Guðni sem rifjar svo upp ákveðið samtal.

Rifjar upp samtal – „Það væri algjör vitleysa“

„Ég minn­ist þess þegar einn æðsti ráðamaður okk­ar hitti þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands um þetta leyti sem spurði hvort okk­ur dytti það virki­lega í hug að ganga í Schengen og bætti við: „Það yrði al­gjör vit­leysa af ykk­ar hálfu, Ísland er eyja eins og Bret­lands­eyj­ar. Landa­mæra­eft­ir­litið ykk­ar, ver­andi svona ein­angruð eyja lengst úti í hafi, er vænt­an­lega það allra ein­fald­asta í heimi.“ Við hl­ustuðum ekki frek­ar en fyrri dag­inn og urðum aðili að Schengen-svæðinu árið 2001 en Bret­land og Írland ekki.“

Guðni segir vert að velta fyrir sér hvort Schengen sé orsök alls vanda á landamærunum. Hann spyr hvers vegna landamæri okkar hafi staðið opin um langt skeið.

„Hvers vegna eiga glæpa­gengi svo auðveld­an aðgang að land­inu? Á síðasta kjör­tíma­bili flæddu hingað hæl­is­leit­end­ur og alls kon­ar fólk sem eng­an rétt hafði til að setj­ast hér að. Líka það fólk sem við höfðum skuld­bundið okk­ur til að veita vernd. Og upp­hæðirn­ar sem streymdu til þessa mála­flokks voru mæld­ar í millj­örðum, reynd­ar mörg­um tug­um millj­arða, á ári þegar verst lét.

Flotið sofandi að feigðarósi

Hann vísar svo í orð Ein­ars S. Hálf­dán­ar­sonar hæsta­rétt­ar­lögmanns sem hefur sagt að ár­leg­ur kostnaður við hæl­is­leit­end­ur hafi ekki numið 25 millj­örðum þegar hæst lét, held­ur séu 40-50 millj­arðar nær lagi. Aldrei í lýðveld­is­sög­unni hafi jafn háar upp­hæðir verið greidd­ar úr rík­is­sjóði án heim­ild­ar í fjár­lög­um. Full­yrða má að þarna liggi or­sök þess meðal ann­ars að rík­is­stjórn­in þríbreiða dó drottni sín­um.

„Sof­andi flýt­ur landið okk­ar að feigðarósi. Eit­ur­lyf­in flæða inn og enn er lítið gert, seg­ir lög­reglu­stjór­inn. Þótt hinn nýi dóms­málaráðherra hafi bæði mennt­un og starfs­reynslu tal­ar hann eins og þessi þróun sé óhjá­kvæmi­leg. Ég skora á dóms­málaráðherra að skoða þá full­yrðingu Úlfars Lúðvíks­son­ar lög­reglu­stjóra að herða verði lög­gjöf­ina á landa­mær­um og tryggja að eng­in ferðaskrif­stofa eða flug­vél sé und­anþegin því að gefa upp nafna­lista sína. Hvers vegna koma 7% flug­f­arþega um Kefla­vík með nafn­leynd? Svaraðu því, Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra. Lokaðu þessu gati strax.“

Guðni segir að lokum að hér þurfi glæpa­geng­in lítið að ótt­ast vopn­lausa og fjár­v­ana lög­reglu. Þau at­hafni sig að vild og breytir þá engu hvort held­ur sem er í miðborg Reykja­vík­ur eða á gullna hringnum svokallaða sem hann segir að standi svo sann­ar­lega und­ir nafni fyr­ir bí­ræfna vasaþjófa enda þótt í nýrri merk­ingu sé.

„Glæpa­geng­in fjöl­menna í skjóli veik­b­urða landa­mæra­eft­ir­lits og ganga hér um ræn­andi og ruplandi. Stjórn­völd virðast tröll­um gef­in.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“