fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. apríl 2025 19:00

Kærastinn sekkur ofan í kanínuholuna. Mynd/Oregon háskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona spyr ráða á íslensku Reddit síðunni eftir að kærasti hennar byrjaði að sökkva ofan í fen hægri öfgahyggju og samsæriskenninga. Þetta sé orðið vandamál þegar parið fer að heimsækja fjölskylduna.

„Kærasti minn til margra ára er heltekinn af hægri hugmyndafræði. Við erum að tala um mál eins og hugmyndir RFK [Robert F. Kennedy] um einhverfu, bólusetningar og segir öllum hafa verði smalað á covid tímum,“ segir konan.

Nefnir hún að hún sé sjálf bólusett, enda starfi hún með börnum á hverjum degi.

„Þetta er orðið óheilbrigt af því að hann hlustar ekki lengur og er hættur að lesa og horfa á heilbrigt efni á netinu og samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Hann hlustar ekki á báðar hliðar og metur þær.“

Konan segir að þetta sé farið að valda vandamálum. Sérstaklega í tengslum við fjölskylduboð.

„Ég er bara þreytt að hlusta á svona. Sérstaklega þegar við förum að heimsækja fjölskyldu okkar þegar það eru jól eða ferming,“ segir konan og spyr hvort það séu fleiri í sama bát og hún.

Sökkva í hyldýpi eftir áföll

Hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Einn nefnir að þetta sé ekki óalgengt. Það er að fólk festist í gildru samsæriskenninga, sérstaklega ungir karlmenn.

„Ég velti fyrir mér hvort það hafi eitthvað alvarlegt atvik átt sér stað rétt áður en hann byrjaði að fara ofan í þessa kanínuholu?“ spyr hann. „Ég hef þekkt nokkra karlmenn á undanförnum tíu árum sem hafa horfið ofan í þessa holu og í flestum tilfellum var það vegna þess að þeir lentu í einhvers konar áfalli. Til dæmis skilnaður, krabbameinsgreining, atvinnumissir eða eitthvað annað.“

Í stað þess að fást við veruleikann byggi þeir sinn eigin veruleika til að réttlæta skoðanir sínar.

„Á einhverjum tímapunkti verður þú að eiga alvarlegt samtal við hann um þetta, af því að þetta er eitthvað sem getur tætt fjölskyldur í sundur og ég ímynda mér að þú viljir gera þetta fyrr en seinna,“ segir hann.

Skilnaður lausnin

Nokkrir aðrir segja að þeir myndu aldrei leyfa þessu að viðgangast í sambandi. Skilnaður sé lausn eða þá sálfræðimeðferð.

„Persónulega væri þetta deal-breaker fyrir mig í sambandi, sérstaklega þegar hinn einstaklingurinn hlustar ekki á mig. Þú þarft bara að spyrja sjálfa þig hversu mikið þú getur þolað þetta og á hvaða tímapunkti samband við svona manneskju hættir að vera þess virði,“ segir einn. „Að geta ekki rætt við makann sinn getur verið mjög einangrandi upplifun.“

Annar spyr hvort að svona einstaklingur sé heppilegur til að byggja fjölskyldu með.

„Ég meina þú verður að spyrja þig. Er svona manneskja heppileg til að ala upp börn með?“ spyr hann. „Augljóslega hefur þú ekki ánægju af því að hlusta á samsæriskenningar og hatursfulla orðræðu. Þetta er að trufla þig og hindra þig í því að vera ánægð. Ef  hann ber ekki nægilega mikla virðingu fyrir þér til að hlusta á það sem þú hefur að segja um þessi málefni, n.b. tekur eitthvað sem maður sem er bókstaflega með dauðan orm í heilanum fram yfir þig.  Ertu þá bara ekki í slæmu sambandi? Er þetta eitthvað sem er framtíð í?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“