fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. apríl 2025 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem lést á heimili sínu í Garðabæ á föstudag var áttræður að aldri. Dóttir hans, 28 ára gömul kona, er grunuð um að hafa orðið föður sínum að bana og hefur hún verið úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á miðvikudag.

Maðurinn var þungt haldinn er viðbragðsaðilar komu á heimilið á föstudagsmorgun og lést hann á sjúkrahúsi skömmu síðar. Dóttir mannsins á lögheimili í húsinu og var hún stödd þar. Var hún handtekin.

Fjölskyldan er talin vel efnuð og með engin tengsl við undirheima eða afbrot.

Fólkið býr í glæsilegu einbýlishúsi í Garðabæ. Nágrannar fjölskyldunnar sem DV hefur leitað til hafa ekki viljað tjá sig um málið vegna náinna tengsla og hve viðkvæmt málið er.

Eins og DV greindi frá fyrr í dag miðar rannsókn lögreglu í málinu vel. Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir málið vera flókið og viðkvæmt, „fjölskyldulega séð,“ eins og hún orðar það.

Í tilkynningu um málið sem lögregla sendi frá sér í gær segir:

„Það var snemma á föstudagsmorgun sem lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsaðilar héldu strax á staðinn, en karlmaðurinn var þungt haldinn þegar að var komið. Hann var fluttur á slysadeild og lést þar síðar um daginn. Konan, sem er í gæsluvarðhaldi, var handtekin í fyrrnefndu húsi.“

Hefur þú upplýsingar um málið? Vinsamlega sendu póst á ritstjorn@dv.is. Fullur trúnaður. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku

Skatturinn sagður hafa sýnt björgunarsveit of mikla hörku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann