fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 19:30

Sætur hvutti þarna. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli mæðgna sem Hundaræktarfélag Íslands (HRFÍ) setti í 15 ára bann. Þarf HRFÍ að greiða þeim miskabætur vegna úrskurðar siðanefndar sem hefur verið felldur úr gildi.

Talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Þann 25. Janúar árið 2022 úrskurðaði siðanefnd HRFÍ um brottvísun mæðgna sem rækta Schäfer hunda úr félaginu í 15 ár og sviptingu ættbókarskírteinis og ræktunarnafni. Ástæðan var að sögn siðanefndar það að mæðgurnar hefðu falsað ættbókarskráningar og skráð ranga ræktunartík á pörunarvottorð. Einnig að þær hefðu neitað að svara spurningum framkvæmdastjóra HRFÍ og sakað hann um refsiverða háttsemi með meiðyrðum.

Mæðgurnar stefndu félaginu en þann 14. febrúar árið 2024 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur HRFÍ í vil. Það er sýknaði félagið af kröfum þeirra og gerði þeim að greiða málskostnað.

Landsréttur sneri þeim dómi við í dag og er HRFÍ gert að greiða hvorri um sig 200 þúsund krónur í miskabætur og 600 þúsund í málskostnað.

Taldi rétturinn viðurlögin sem mæðgunum var gert að sæta allt of ströng. Fyrir slík brot væri vanalegt að setja félagsmenn í 6 til 24 mánaða bann, jafn vel fyrir ítrekuð brot sem hafi ekki verið í tilfelli mæðgnanna. Þá hafi ekki mátt birta nöfn þeirra í úrskurðinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“