fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 14:02

Maðurinn fannst nærri kirkjugarðinum í Gufunesi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur orðið við þeirri kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að þrír karlmenn sem sætt hafa gæsluvarðhaldi vegna manndráps sem framið var í síðasta mánuði í umdæminu skuli vera áfram í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Fram kemur að í gær hafi verið farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmönnunum vegna rannsóknar á umræddu máli er varði meinta frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp en það hafi komið upp 10. mars síðastliðinn. Héraðsdómur Suðurlands hafi síðan úrskurðað í gærkvöldi að mennirnir skyldu allir þrír sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar á grundvelli almannahagsmuna.

Segir í tilkynningunni að rannsókn málsins miði vel og hafi lögreglan á Suðurlandi eins og áður hafi komið fram notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis héraðssaksóknara og embættis ríkislögreglustjóra við hana.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald