fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Vilja ekki sjá Konukot í sama húsi: Hóta því að fara fram á skaðabætur ef viðskiptavinir verða fyrir truflun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að talsverð óánægja ríki meðal rekstraraðila í og við Ármúla 34 þar sem til stendur að innrétta búsetuúrræði á 2. hæð fyrir allt að 12 skjólstæðinga Konukots.

Á 3. hæð hússins stendur svo til að hafa úrræði fyrir sex konur sem eru að reyna að koma undir sig fótunum eftir langvarandi heimilisleysi. Umsókn Reykjavíkurborgar um byggingarleyfi er til umsagnar í skipulagsgátt og af þeim umsögnum sem hafa borist virðist andstaðan vera töluverð.

Morgunblaðið fjallaði meðal annars um málið í blaði sínu í morgun.

Rannsóknarstofan Sameind er stærsti leigjandi að Ármúla 32 og mótmælir fyrirtækið áformunum harðlega. Bent er á að fyrirtækið hafi áður verið með aðstöðu í Domus Medica við Egilsgötu 3 Reykjavík.

„Í næsta nágrenni við Domus Medica var talsvert um ógæfufólk í neyslu sem kom inn í húsnæði Domus Medica til að nýta sér salernin þar og mátti oft sjá nálar á gólfum og blóð ásamt saur á veggjum salerna. Þegar starfsfólk kom á morgnana í vinnu voru gjarnan tól til eiturlyfjaneyslu við starfsmannainnganginn. Þjófnaður var jafnframt viðvarðandi í Domus Medica og var starfsfólki Sameindar oft sýnd ógnandi hegðun af heimilislausu fólki og var lögregla oft kölluð til að fjarlægja þessa einstaklinga. Mikil óánægja var með þetta ástand á meðal rekstraraðila og starfsfólks Domus Medica og var þetta ein af helstu ástæðum þess að læknar fluttu starfsemi sína úr Domus Medica á sínum tíma,“ segir meðal annars í umsögninni.

Þá birtist umsögn frá fulltrúa Smábitans sem er í sama húsnæði en í henni er því hótað að farið verði í skaðabótamál við borgina verði viðskiptavinir fyrir truflun.

„Ef truflun og óþægindi skapast víð komu skjólstæðinga ykkar gagnvart rekstri Smábitans álítum við svo að Reykjavíkurborg bera alla ábyrgð á því. Viðskiptavinir Smábitans er fólk úr nærliggjandi hverfi og fastir kúnnar lengra komnir að. Ef einhver truflun verður fyrir viðskiptavini okkar munum við fara fram á skaðabætur frá Reykjavíkurborg. Að sjálfsögðu eru skjólstæðingar ykkar velkomnir að versla en þar sem dyrum er lokað milli 10.00 og 17.00 á þjónustu við þá áskiljum við okkur rétt til þess að banna daglanga setu eða veru skjólstæðinga ykkar inni á staðnum enda ber aðstaðan ekki slíka þjónustu,“ segir í umsögninni.

Hægt er að kynna sér málið nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða