fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Staðan á Reykjanesskaga: 80-120 skjálftar mælast á hverri klukkustund

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í tengslum við kvikuhlaupið sem varð 1. apríl hefur haldist stöðug í nótt.

Enn eru að mælast um 80-120 skjálftar á hverri klukkustund í kvikuganginum og rétt fyrir klukkan sex í morgun voru þeir orðnir rúmlega 600 talsins frá miðnætti.

Þetta kemur fram í yfirliti náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst fjölmiðlum klukkan sex í morgun.

Í yfirlitinu kemur fram að skjálftarnir dreifist nokkuð jafnt frá Stóra Skógfelli í SV hluta gangsins og norður fyrir Keili á NA hluta gangsins. Dýpi skjálftanna er áfram stöðugt á um 4-6 kílómetra dýpi að jafnaði.

Stærð skjálftanna frá miðnætti er undir 2 að stærð, ekki hefur mælst skjálfti yfir 3 að stærð síðan klukkan 14:20 í gær, 2. apríl, en sá skjálfti var gikkskjálfti rétt NA við Eldey. Gikkskjálftum við Reykjanestá og Eldey hefur farið fækkandi og tæplega 30 skjálftar mælst frá miðnætti.

Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan Grindavíkur í fyrradag en enn má greina glóð í nýja hrauninu og rýkur upp úr því á mörgum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“