fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 13:25

Stefán Einar Stefánsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi á mbl.is, segir að í hans huga sé aðeins ein dauðasynd. „Hún er sú að vera leiðinlegur,“ segir hann í færslu á Facebook.

DV fjallaði í gær um bjórkvöld hlaðvarpsþáttarins Þjóðmála þar sem þeir Stefán Einar, Andrés Magnússon og Gísli Freyr Valdórsson fóru mikinn. Hæddust þeir til að mynda að Flokki fólksins og ráðherrum hans og töluðu mikið um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur.

Líktu þeir Ásthildi Lóu við heimsfrægan eltihrelli auk þess að fara rangt með staðreyndir í máli hennar. Hæddust þeir sömuleiðis að tungumálakunnáttu Guðmundar Inga og sögðu hann varla læsan.

Sjá einnig: Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Margir létu þremenningana heyra það í athugasemdakerfi DV og gerði Vísir umræðurnar að umtalsefni í frétt í morgun. Stefán Einar deilir þeirri frétt þar sem hann svarar fyrir sig.

„Í mínum huga er aðeins ein dauðasynd. Hún er sú að vera leiðinlegur. Ég ætla ekki að láta hana verða mér að aldurtila,“ segir hann.

„Bjórkvöld Þjóðmála eru skemmtidagskrá, galgopalegur gálgahúmor sem kann vel að fara fyrir brjóstið á einhverjum. En við því eru aðeins tvær lausnir og einfaldar. Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta,“ segir hann og endar færslu sína á þessum orðum:

„En hugsið ykkur gott fólk ef ekki mætti lengur gera grín að ráðherrum og næturbrölti þeirra við útihurðir ókunnugra? Við viljum alveg örugglega ekki lifa í svo forpokuðu og húmorslausu samfélagi. Eða hvað?“

Margir taka undir með Stefáni Einari, en ekki allir, til dæmis rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem sat eitt sinn á þingi fyrir Samfylkinguna.

„Hér má vitna í gamlan Matthildarþátt og ritstjórann ykkar (sem er í raun og veru oft fyndinn): Þetta hefði verið fyndnara ef það væri húmor í því,“ sagði Guðmundur.

Stefán Einar svarar fyrir sig og dregur ekkert undan. „Hvaða vitleysa. Það mæta fleiri á hvert bjórkvöld hjá okkur en þeir sem kaupa bækurnar þínar. Heldur þú að það gerist vegna húmorsleysis?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“