fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 17:27

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á Verði II, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, hefur staðið í ströngu síðan í nótt.

Klukkan tvö í nótt fór Vörður II með lóðs um borð til móts við flutningaskipið Grinna, en skipstjóri þess treysti sér ekki til að sigla skipinu inn án aðstoðar lóðs sökum veðurs. Verða lóðs um borð varð þó ekki til hjálpar, og lónaði skipið fyrir utan Patreksfjarðarhöfn en Vörður hélt í land og var lagstur að bryggju upp úr þrjú í nótt. Grinna komst svo að bryggju í morgun.

Rétt um hálfum sólarhring síðar var áhöfnin aftur kölluð út, núna vegna snurvoðarbáts í mynni Patreksfjarðar. Sá hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna og komst hvergi. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag var búið að koma taug á milli skipanna og stefnan sett inn til Patreksfjarðar þangað sem skipin voru væntanleg rétt upp úr klukkan fimm.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá drætti snurvoðarbátsins.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti