fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, sjónvarpsmaður og fjölmiðlamaður, segist vera furðu lostinn eftir að hafa á rúmi undanfarinni viku ekið vestur um Dali, til Keflavíkur, á Akranes, á Selfoss um Hellisheiði og heim um Þrengslin.

Egill gerði þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

„Ég er eiginlega furðu lostinn að upplifa hvað vegakerfið er í bágu ásigkomulagi. Vegir illa slitnir og holóttir og svo eru það djúpu hjólförin sem eru í malbiki og eru mög óþægileg, sérstaklega í vætutíð. Þetta er mikið umhugsunarefni, hvað veldur og hvað er til ráða,“ spurði Egill og ekki stóð á svörunum.

Þungaflutningar

Þegar þetta er skrifað hafa hátt í hundrað athugasemdir verið skrifaðar við færsluna og taka margir undir gagnrýni Egils um afleitt ástand á sumum vegum.

„Hvað veldur er einfalt mál. Þungaflutningar með fisk fyrir kvótagreifana,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Margir taka í svipaðan streng. „Þungaflutningar og mikil umferð ferðamanna,“ segir til dæmis einn. „Hér var engin ríkisstjórn og tíu ár,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur.

Aðrir bendir á að vegir og götur á Íslandi séu í viðkvæmri stöðu eftir að snjóa leysir og þessi staða sé eðlileg afleiðing af notkun kerfisins. Við þessu sé lítið að gera annað en að bæta skemmdir, en til þess þurfi væntanlega fjármagn.

Taldi 150 holur

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður birti tengil á frétt sem hann birti á Vísi um helgina. Í henni kom vegakerfið meðal annars til umræðu og var haft eftir Línu Björg Tryggvadóttur, sem búsett er í Þorlákshöfn en starfar sem byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu, að hún hefði talið 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð. Hún gafst upp en átti samt hálftíma eftir í Aratungu.

Blaðamaðurinn Baldur Guðmundsson bendir á að einn bíll af þyngstu gerð slíti vegi eins og 280 þúsund smábílar. Vísar hann í graf sem birtist í Heimildinni máli sínu til stuðnings.

„Um Öxnadal fara um 1600 bílar að meðaltali á dag. 580 þúsund bílar á ári. Ef við gefum okkur þær tilbúnu forsendur að það væru allt smábílar myndu tveir til þrír flutningabílar af þyngstu gerð slíta veginum jafn mikið og öll önnur umferð þess árs. Fyrir nokkrum árum voru um 160 flutningabílar í akstri á degi hverjum. Þeim hefur líklega fjölgað hratt síðan, vegna fiskeldis. Við gætum sennilega niðurgreitt strandsiglingar töluvert án þess að tapa á því, ef það yrði til þess að draga úr þungaflutningum á vegum landsins um helming,” segir Baldur en umræðuna alla má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu