fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 09:37

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær voru björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli boðaðar út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá hópi skíðafólks á leið yfir Eyjafjallajökul að Fimmvörðuhálsi.

Á toppi jökulsins treyst einn út hópnum sér ekki til að halda áfram. Einn leiðsögumaður hélt kyrru fyrir með viðkomandi, en hópurinn hélt áfram. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Fæti á jökli var slæmt og björgunarsveitir þurftu að fara á jökulinn á vélsleðum og snjóbílum.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Um svipað leiti barst aðstoðarbeiðni frá fólki á tveimur jeppum á svipuðum slóðum. Þau höfðu fest jeppana. Þá voru boðaðir út fleiri snjóbílar, úr Grímsnesi og Garðabæ.

Auk þess komu björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu sem voru á æfingu í nágrenninu til aðstoðar.

Upp úr klukkan 19 komu fyrstu björgunarmenn á sleðum á topp Eyjafjallajökuls og var sá einstaklingur sem þar beið aðstoðar, fluttur á móti snjóbíl sem var skammt á eftir.

Gönguhópurinn sem hafði ætlað yfir á Fimmvörðuháls, hafði þá snúið við vegna veðurs og var tekin ákvörðun um að snjóbílarnir myndu taka allan hópinn niður.

Rétt fyrir klukkan 22 var allur gönguhópurinn kominn í bíla á Hamragarðaheiðinni og var hann síðan fluttur  niður að Skógum. Jepparnir tveir voru svo losaðir og eru á leið niður jökul.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump með George Soros í sigtinu

Trump með George Soros í sigtinu
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“