fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Er þetta ástæða þess að allt fór í bál og brand?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. mars 2025 16:30

Selenskí og Trump á fundinum í lok febrúar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndir sem Volodomír Selenskí Úkraínuforseti afhenti Donald Trump á margumtöluðum fundi þeirra í lok febrúar, þar sem allt fór í bál og brand, eru sagðar hafa vakið óánægju hjá Bandaríkjaforseta og stuðlað að því að fundur þeirra fór í bál og brand.

Selenskí hitti Trump og varaforsetann J.D. Vance fyrir skemmstu eins og frægt er orðið og voru samskiptin býsna köld þar sem Trump og Vance sökuðu Úkraínuforseta um vanþakklæti og virðingarleysi.

Selenskí mætti til fundarins með belti hnefaleikamannsins Oleksandr Usyk í farteskinu, en hann er heimsmeistari í þungavigt. Hugðist hann gefa Trump beltið.

Hann virðist hafa skipt um skoðun á síðustu stundu því í byrjun fundarins dró hann upp myndir af úkraínskum stríðsföngum sem hann sýndi Trump þegar myndavélarnar byrjuðu að rúlla og fundurinn byrjaði. Um var að ræða úkraínska hermenn sem höfðu verið í haldi Rússa og báru merki þess að hafa sætt pyntingum.

„Það er erfitt að horfa á þetta,“ sagði Trump þegar hann skoðaði myndirnar.

Ónafngreindur heimildarmaður innan bandaríska stjórnkerfisins segir við Time að þessi ákvörðun hafi hleypt illu blóði í Trump. Bandaríkjaforseta hafi liðið eins og Selenskí væri að kenna honum um þá slæmu meðferð sem hermennirnir máttu sæta.

Í viðtali við Time segir Selenskí að hann sjái ekki eftir því að hafa sýnt Trump myndirnar því hann hafi viljað höfða til mennsku hans. „Hann á fjölskyldu, ástvin og börn,“ sagði Selenskí meðal annars og bætti við að hann hafi viljað sýna honum gildi sín. „En svo fór samtalið í aðra átt,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Í gær

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“