fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Ísland sagt vera besta land í heimi fyrir innflytjendur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 10:30

Ísland, best í heimi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem vilja hefja nýtt líf í öðru landi gætu sennilega ekki fundið betri stað en Ísland til þess, samkvæmt frétt sem birtist á áberandi stað á vef Daily Mail í morgun. Daily Mail er einn vinsælasti netfréttamiðill heims.

Í fréttinni er vísað í niðurstöður könnunar sem fjártæknifyrirtækið Remitly framkvæmdi, en fyrirtækið leggur áherslu á að veita þjónustu sem mætir þörfum innflytjenda, til dæmis með peningasendingum til heimalands þeirra.

Í frétt Daily Mail kemur fram að alls hafi 24 atriði verið lögð til grundvallar listanum, þar á meðal heilbrigðisþjónusta, efnahagur viðkomandi lands og verðlag svo nokkur atriði séu nefnd. Ísland trónir á toppi listans með einkunnina 58,4 af 100 mögulegum.

Önnur Evrópuríki raða sér á topp 10 listann, þar á meðal Sviss, Lúxemborg, Noregur, Írland, Danmörk og Holland. Bandaríkin eru í 7. sæti en Bretland í 19. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“