fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Ísland sagt vera besta land í heimi fyrir innflytjendur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 10:30

Ísland, best í heimi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem vilja hefja nýtt líf í öðru landi gætu sennilega ekki fundið betri stað en Ísland til þess, samkvæmt frétt sem birtist á áberandi stað á vef Daily Mail í morgun. Daily Mail er einn vinsælasti netfréttamiðill heims.

Í fréttinni er vísað í niðurstöður könnunar sem fjártæknifyrirtækið Remitly framkvæmdi, en fyrirtækið leggur áherslu á að veita þjónustu sem mætir þörfum innflytjenda, til dæmis með peningasendingum til heimalands þeirra.

Í frétt Daily Mail kemur fram að alls hafi 24 atriði verið lögð til grundvallar listanum, þar á meðal heilbrigðisþjónusta, efnahagur viðkomandi lands og verðlag svo nokkur atriði séu nefnd. Ísland trónir á toppi listans með einkunnina 58,4 af 100 mögulegum.

Önnur Evrópuríki raða sér á topp 10 listann, þar á meðal Sviss, Lúxemborg, Noregur, Írland, Danmörk og Holland. Bandaríkin eru í 7. sæti en Bretland í 19. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir