fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Enn ein svikasíðan í skjóli á Kalkofnsveginum – Logið upp á fræga leikkonu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. mars 2025 16:30

Nafn Sadiu Ayman er notað í falsfréttinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falsfréttasíða netglæpamanna sem þykjast vera fréttastofan BD News 24 í Bangladess fela slóð sína með aðstoð fyrirtækisins Witheld For Privacy. Á síðunni eru brigslað með nafn Sadiu Ayman, frægrar leikkonu þar í landi.

BD News 24, sem flytur fréttir á ensku og bengölsku, greinir frá svikunum. Það er að sett hafi verið upp síða sem látin er líta út eins og fréttasíðan en er haldið út af netglæpamönnum.

Þar eru meðal annars falsfréttir um að leikkonan Sadia Ayman hafi verið kærð af Seðlabanka Bangladess vegna ummæla hennar á netinu.

Var falsfréttinni meðal annars deilt á Facebook undir reikningum sem nú hafa verið teknir niður. Svikasíðan hafði netfangið newsnewsthe.click og þegar klikkað var á hana var notandanum beint inn á síðu sem augljóslega er fjársvikasíða.

Sjá einnig:

Trump stofnar dularfullt bitcoin fyrirtæki – Felur slóð þess á Íslandi eins og margir netglæpamenn hafa gert

Síðan er skráð hjá fyrirtækinu Witheld For Privacy, að Kalkofnsvegi 2 í Reykjavík. Fyrirtæki sem margoft hefur komist í fréttir fyrir að gera netglæpamönnum kleift að fela slóð sína.

Forsvarsmenn BD News 24 hafa sagst ætla að bregðast við þessu. „Það er verið að nota merkið okkar í svikula starfsemi. Við munum bregðast við,“ sagði talsmaður miðilsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega